Eimreiðin - 01.01.1897, Side 76
76
þessum rannsóknum með tvær hendur tómar, án þess að vera að jarma Iraman
í fjárveitingarvald landsins, þá ættu aðrir að sjá, að þessi meðferð á honum er
minnkun fyrir oss. Annars má geta þess að því er snertir skýringar Br. J. á
forntóptum, að hann virðist (eins og Sigurður heitinn Vigfússon) heldur fastheld-
inn við sM/ahugmyndina gömlu. Það gegnir furðu, að hann, sem þó annars er
svo trúaður á áreiðanleik fornsagna vorra, skuli rengja þær um það, að bæjar-
húsin hafi jafnan um og eptir lok io. aldar 't'erið minnst 3—4 og skáli þá að
-eins táknað svefnhús, þar sem þeim ber í þessu efni saman við lögin, sem eru
óyggjandi. Þó menn finni eina langa tópt, sannar það ekki, að hún hafi verið
eitt hús; hún getur hafa verið þiljuð sundur í mörg hús eða herbergi, en þess
ekki að vænta, að slíks sjáist nú merki. — Þá kemur um »Goðatættr« í Freysnesi i
Múlasýslu eptir Jón lækni Jónsson, skýr ritgerð og skilmerkileg. Er þar meðal
annars einkum merkileg athugasemdin um að goðastúkan ein (eða »hörgurinn«,
sem jeg kalla) muni hafa verið með þaki, en hofið sjálft þaklaust, því þetta
kemur vel heirn við hina upprunalegu þýðingu orðsins, og væri vert að athuga,
hvort víðar sæjust merki til hins sama, þar sem fornar tóptir eru. Þá er enn
ritgerð um nokkur vafasöm atriði í Islendingasögum eptir Brynjúlf Jónsson, og
eru í henni margar góðar og skynsamlegar athugasemdir, sem vert er að taka
til íhugunar, þótt vjer getum ekki fallizt á allt, sem þar er sagt. Síðast í bók-
inni er urn myndir af gripum í Forngripasafninu eptir Pdlma skólakennara Pdlsson,
og fylgja þeirri ritgerð myndir og eins sumum hinna. Þykir oss hjer það eitt
-að, að myndirnar af kirkjustoðunum frá Laufási eru allt of smáar; verður skurð-
verkið á þeim fyrir þá sök svo ógreinilegt, að menn geta ekki haft full not af
myndunum. V. G.
SÖNGKENNSLUBÓK FYRIR BYRJENDUR. I—VI. Eptir Jónas Helgason.
Rvík 1887—96. Oss er því meiri gleði að minnast á safn þetta, sem það hefur
svo mörgu góðu til leiðar komið. Áður en það kom út var ekkert til á móður-
máli okkar, er gæti verið þeirn til stuðnings, er langaði til að afla sjer þekking-
ar á undirstöðuatriðum sönglistarinnar, svo að safnið kom ekki að óþörfu. Það
hefur einnig ltaft þau áhrif, að löngunin vaknaði til þess, að eignast eitthvað
„annað hljóðfæri en harmoníkuna, sem alls ekki hefði átt að komast inn í landið,
og sem spillir öllum »músíkölskum« taugum í manninum. Víða upp til sveita
eru nú kornin lítil »harmonía«, og liggja sönghepti Jónasar þá vanalega þar hjá.
Bændurnir eru farnir að láta dætur sínar dvelja vetrarlangt í höfuðstaðnum, til
þess að læra að spila lítið eitt, og geta þær svo, þegar heim kemur, skemmt bæði
sjálfum sjer og öðrum við »Htlu heptin hans Jónasar«, eins og menn segja.
Söngvamir í þeirn eru líka bæði vel valdir og liðlega raddsettir. Að eins vildum
vjer benda höfundinum á, að textarnir, einkum í 6. heptinu, eru of tilbreytingar-
litlir og ofmargir þýddir. Af 21 kvæði eru 15 eptir sama skáldið, en við það
verður blærinn á þeim um of hinn sami. Svo er og að þýðingar eru varla eins
liðugar til söngs og frumkveðin kvæði. En yfirleitt er verk þetta mjög vel af
hendi leyst, og vottar EIMREIÐIN höfundinum þakklæti sitt og virðingu fyrir
starf hans og óskar honum heilsu og krapta til þess, að bæta fleiru við það,
sem þegar er kornið, sönglist vorri til sóma og ffamfara. J. Svb.
ÆFINGAR í RJETTRITUN FYRIR BÖRN. Samið hefur Kristín Ara-
dóttir. Rvík 1896. Þetta er lítið kver (56 bls.), en laglegt, og getur sjálfsagt
komið að góðurn notum, ekki einungis við æfingar i rjettritun, heldur og við