Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 78
78 geti veitt. En eigi að gera það, þá verði að vinda bráðan bug að umbótum á honum og leggja til hans stórfje. Læknaskólinn sje nú rjett tvítugur, og vanti þó enn það, sem talið sje aðallífsskilyrði fyrir alla læknaskóla — stóran góðan og vel sóttan spítala. Þetta er aðalefnið í þessari gagnorðu og ágætu ritgerð, og eru tillögur hennar mun skynsamlegri|og hóflegrj, en hinar gífurlegu kröfur lækna- fundarins í Rvík síðastliðið sumar. V. G. ÞÁTTUR ÚR SÖGU ÍSLANDS Á SÍÐARI HELMING 16. ALDAR. Eptir porkel Bjarnason. Fróðleg og skemmtileg ritgerð, þar sem lýst er vel aldar- hætti þess tíma, menning, siðferði, búnaði, verzlun o. fl. Væri óskandi að fleiri ritgerðir birtust af sama tagi og jafnalþýðlega ritaðar. V. G. FISKIVEIÐAR ÚTLENDRA HJER VIÐ LAND Á SÍÐUSTU ÁRUM. Eptir Bjarna Samunisson. (Sjerprentun úr »Andvara< 1896). Þessi ritgerð er einskonar framhald af hinni góðu og þarflegu ritgerð höfundarins í Andvara 1895 og hefur sömu kosti. Sýnir hún ljóslega, hvílík gullnáma sjórinn kringum ís- land í raun og veru er, ef vjer hefðum kunnáttu og samtök til að nota hana rjettilega og eins vel og útlendingar gera. Sem dæmi má nefna, að árið 1895, stunduðu 225 frakknesk skip fiskiveiðar við ísland og var afli þeirra ly miljdna króna virði. Þó vóru 25 af þeim ekki eiginleg fiskiskip, heldur flutningsskip. Á Á öllum skipunum vóru alls 4252 menn, og hefur þá aflinn á hvern mann verið um 4000 kr. virði. Höf. bendir og á, að við ísland sje koli og heilagfiski margra miljóna virði, er landsmenn noti sjer rnjög lítið. Sem dæmi má nefna, að árið 1895 stundaði einn danskur »kúttari« kolaveiðar við Isand í 4 mánuði (að með- töldum ferðum frá og til Danmerkur), og var hreinn ágóði af þeirri veiði (að frátöldum flutningskostnaði, umboðslaunum og vinnugjaldi við söluna) 7,500 krónur. — Vjer óskum að sjá sem flestar ritgerðir í sömu stefnu frá þessum unga og efnilega höfundi og vonum, að fjárveitingarvald landsins styðji hann öfluglega til þess, að halda áfram rannsóknum sínum á fiskiveiðum vorum, þó sum blöð sjeu svo sanngjörn, að telja eptir þann litla fjárstyrk, sem hann hing- að til hefur fengið, og kalla hann »bitling«. Það er nú orðinn siður, að kalla allar smáfjárveitingar til einstakra manna bitlinga, þótt þær sjeu þóknun fyrir störf, sem unnin eru í þágu alls landsins. Bendir slíkt ffemur á smásálarlega öfundssýki, en á alvarlega umhugsun um, hvað landinu megi að gagni verða. V. G. BÓKASAFN ALÞÝÐU heitir ritsafn, sem prentari Oddur Björnsson er far- inn að gefa út hjer í' Höfn. Á það að verða í líking við »Cassels National Libraryi og önnur svipuð útlend ritsöfn. Eiga í því að birtast íslenzk og útlend kvæði, skáldsögur og leikrit, alþýðlegar fræðibækur, frumsamdar og þýddar, og heimspekileg og söguleg rit. Sem dæmi þess, hverju heitið er af frumsömdum fræðiritum, má nefna: »Um bæjabyggingar*, »Rafmagn sem vinnuafl í daglegum störfum á íslandi«, »Um fiskiveiðar og sjávarútveg«, »Um verklægni«, »Daglegt líf á íslandi í fornöld«, allt með myndum. Af heimspekilegum riturn má nefna: »Sálarfræði«, »Heimspekissögu«, og »Rökfræði«. í boðsbrjefi, sem oss hefur verið sent, eru alls talin 60 rit (auk þýðinga eptir fjölda ffægra útlendra höfunda), sem ráðgert er að gefa út, og gætu mörg þeirra sannarlega orðið eiguleg, ef þau yrðu vel úr garði gerð. Eu forvitni væri oss á, að heyra nöfn höfundanna að hin- um frumsömdu riturn, því vjer vitum ekki þeirra von meðal íslenzkra mennta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.