Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 1

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 1
Si Salthólmsferð. Sendibrjef herra Jónasar Hallgrímssonar til sinna samferðamanna. Hæstvirtu herrar og meðb ....r!1) Jeg er nú á ferðinni til Salthólmsa) og verð að rita ferðabók, sosem eins og við værum allir á inni mildu ferð til Hveneyjarh). Jeg er nú á ferðinni til Salthólms, og rita þetta eins og þið getið nærri úti hjá fagurri kvinnu í gulu húsi, eins og þið getið nærri. Jeg lagði á stað úr Khfn um miðdegi og nú er valla ein stund til náttmála, enda hef jeg náð 3 eða 4 dauðum dýrum af ættstofni lindýranna, sem jeg hefi aldrei áður sjeð, Þau sátu föst á kálk- steini gráum og fornum rjett fyrir utan skemmuna, sem meistari Lindbergc) prjedikar í. Hvur em eg að jeg líki mjer viðd) Lind- berg? — Piltar góðir, þetta ætlar að verða undarleg sjóferð. Jeg er búinn að reykja tvær tóbakspípur og drekka sosem hálfan pela af frönsku brennivíni, en vindurinn hefur verið á móti mjer, so jeg er ekki kominn lengra en þetta. Aður en jeg fór á stað, taldi jeg í sjóðnum, einsog Hindenburge) hefur fyrir rnælt. Þar voru 3rd 68 sk. Þar að auki í pjáturstokki brauð og smjer fyrir...... » 18 frakkneskt brennivín fyrir........................... » 16 tóbak fyrir.......................................... » 11 tinnur og tundursvampur fyrir..................... » 2 með öllu og öllu 4rd I9sk. Þetta hafði jeg til ferðarinnar, og er nú farinn að eyða af því öllu sarnan; þegar jeg kem í náttstað í kvöld, skal jeg reyna til að virða það og rita ukkur greinilega hvað rnikið hefur eyðzt. Jeg hef ekkert sjeð merkilegt, nerna hjólskip 'mikið og fagurt, (líklega svenskt), og mórauðan sauð íslenzkan, sem stappaði niður fætinum þegar hann sá mig. Jeg hef líka reynt til að geta mjer til, hvað margir faðmar af eldiviði væru í trjánum á leiðinni, það hafa verið tveir og þrír faðmar og rnest 6 og hálfur, einsog þið getið nærri. Jeg ') Svo í handritinu. 6

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.