Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 11

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 11
9i voru fleirum en honum lítt leysanlegir. Hann var eins og íugl sem svífur í loptinu; það var ekki hægt að fullyrða, hvort heldur hann hjeldi áfram að beina fluginu, eða hann örmagnaðist og skellti sjer niður, beint niður, rjett í rniðjan »hreppskassann.« Tobías hjelt alltaf huga sveitunga sinna glóðheitum og reikandi um það, hvort heldur þeir mundu mega taka úr þessum mjóa skorpna hreppssjóð til að hjálpa honum, eða hann skrykkti af án þess. I hvert skipti sem Tobíasi fæddist barn andvarpaði og stundi öll sveitin, ekki af neinni sjerlegri viðkvæmni eða mannást — sem ekki var heldur neitt tiltökumál — heldur af einlægri umhyggju og aðgæzlu. Hvert einasta barn, sem bættist við, jók gremjuna og viðkvæmnina. Það var allt af sama kveljandi ráðgátan um, hvort hann Tobías á Skeri kæmist sjálfbjarga af eða ekki. Það var aldrei nema hársbreidd á milli hans og sveitarsjóðs- ins; hafði raunar æfinlega verið svo. — En hvað myrkar sem spárnar höfðu verið frá því fyrsta, þá skyldi þessi hársbreidd þó jafnt og stöðugt hvorn frá öðrum. Gagnstæðlegar tilfinningar lögðu hina örveiku brú yfir hyldýpið, sem skalf og titraði við hverja minnstu hreyfingu, hjekk líkt og mauravefur yfir kolsvartri klettagjá, sem blaktir til og frá í kvöldnepjunni. Bara ef hrepp- stjórinn snerti við honum með minnsta fingri eða tæki eina fjöð- ur af honum, þá var hann líka á sama vetfangi kominn á höfuð- ið í »hreppskassann« með konuna og alla krakkana þeirra, átta talsins. Það var ekki annað en taka úr öðrum lófanum og leggja í hinn. Tobías kom eins óboðinn í hinn blásnauða Kefjörð og dagur drottins, eða sviplegur vígabrandur. Upphaf allrar ógæfunnar var það, þegar Lýsingur hans Hans á Harastöðum fótbrotnaði í urðinni. Enginn heimilismaður vildi birkja klárinn og enginn utanheimilismaður heldur, og þó var sjálf- sagt að hirða húðina; það var ekkert annað en stundarhapp, að Tobías þá gaf sig fram. Hann kom labbandi deginum áður þar í húsmannskotið, og enginn vissi til, að hann hefði annað meðferðis en stóran skinn- feld, sem hann bar á bakinu, og ofurlitla skreppu í annari hend- inni með einhverjum lítilförlegum smiðatólum i; hann átti hvorki

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.