Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Side 17

Eimreiðin - 01.05.1897, Side 17
97 með bjúgt nef eins og á sæerni gægðist inn og flennti skyggnurnar um alla baðstofuna. »Er ekki Tobías heima? — Jeg hef ekki getað sjeð bátinn hans«. »Pabbi er« . . . »Pabbi er farinn« . . . »Pabbi fór í fiskiróð- ur í vikunni sem leið.« — Það var bara elzi drengurinn, sem gat sagt það alveg út; en það virtist þó eins og þau segðu það öll í einu. »Það eru þá ókunnugir á ferðinni í dag,« sagði Marta Mal- vína undur stillilega, þó kuldahrollinn legði eptir hverri taug; svo hagræddi hún til brjóstbarninu og rjetti það að Andrjesi litla, — »Nei, hann Tobías er í fiskiróðri.« Sá sem stóð í dyrunum þokaði sjer inn í stofuna; það var hár og mjóvaxinn maður með geysistóran rauðan trefil um háls- inn, tösku á baki og bláa blekbyttu í hendinni; á eptir honurn komu tveir aðrir. I bátnum hjetu þeir ráðsmaður og vinnumenn hreppstjórans; en þar heima á Skeri hjetu þeir, eins og Marta Malvína fjekk að heyra, lögtakskrefjandi og vitni. Hann lagði geysistóra bók á litla borðið, sem var neglt við þilið; svo settust þeir allir á bekkgarminn, sem var tyllt með- frant því. »S’-o-o, —Tobías er ekki heima,« sagði sá í síða frakkanum, »það var ári leiðinlegt!« Hann byrjaði að skrifa. »Já, það var nú leiðinlegt, a’ tarna!« stundi húsfreyja. »En er þá ekki kýrin heima!« »Nei, við eigum nú enga kú, — hún drapst í vor.« Henni var skapljettir að því, að geta frætt hann á því. Hann leit byrstum tortryggnisaugum til hennar, líkt og hann vildi segja: »hó, hó, liggur svona í því.« En þá tranaði Jóhann litli sjer allt í einu fram. »Og þarna er annað hornið af henni.« Hann benti á það, þar sem það hjekk við dyrnar. »Það var óþægðar snoppungur fyrir hann, þetta með kúna; honum hafði þó verið skipað að hreinsa svo úr hreiðrinu, að kaup- maðurinn skyldi grípa i tómt, ef hann vitjaði um það. Hann hafði hugsað sjer að hafa hana í framstafninum; það hvíldi gömul skuld- binding á henni, þremur geitum og einum eirkatli. Frakkamaðurinn litaðist um í stofunni. Þar var ekki urn auðugan garð að gresja. Gamlar fatadruslur og bráðónýtt hrasl; 7

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.