Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 20
100 öll úrræði, herspori á hverjum stig, sem hann hafði áður þverfót- að eptir. Það var hörð raun að aptra sjálfum sjer frá að róa næsta morgun inn eptir til meðhjálparans og biðja um sveitarstyrk. — Nei og aptur nei; það skyldi þó þurfa að' sverfa fastar að, áður en hann gerði það. Hefði nú ekki þetta dauðans fiskileysi verið! Hvert skipti sem aflinn brást, var alveg bjargarlaust i kotinu; svo hafði það verið frá því kýrin drapst í vor. Lengi reyndu þau að treina lífið í henni með þangi og þara; seinast hafði hún bara mjólkað söltum sjó og blóði. Þá var það eitt kvöld, að þau gáfu henni dálítið af rúgmjeli, og það langaði marga aðra í það mjel; botninn i mjelhálftunnunni var líka sannarlega farinn að segja til sín. — En nóttina eptir drapst kýrin, og það væri synd að segja að það hefði verið mikill fengur í henni; þetta var ekki orðið nema bein og sinar, og ketþjóttan þurr og hörð eins og trjespænir. —- Enginn maður ljet sjer detta í hug að bjóða nokkurt verð fyrir annað af henni en bjórinn; — en þau á Skeri lifðu samt sældarlífi meðan kýrslátrið entist, — allur barnahópurinn og Marta Malvína. Sláturhnifurinn með messingarhólkunum sveif fyrir hugarsjón Tobíasar; sveif líðandi i lausu lopti, hvarf annað veifið, kom svo aptur, og sveimaði, beittur og ógnandi, yfir höfði og hálsi þess, sem svaf og hraut með vangann í volgri öskunni; hann var ekki nema sex mánaða garnall og uppáhald allra i kotinu; kvennelskur og hárviss að þekkja hvern rnann á Skeri eins og eigin bróður eða systur, rann hann rýtandi og sótbröndóttur, sviðinn og sísnuðr- andi mitt á meðal barnanna. Það var hreint ekki skemmtilegt að slátra honum Matta litla, grísnum; því eins og hann hafði verið fóðraður alla sína daga með fiskiúrgangi og engu öðru, var hann heldur ekki annað en fiskþjótta, garmurinn sá arna. En stundarhættan sveif burt frá höfði þess, sem hraut í værð og næði við arinylinn, Matta litla var alveg óhætt. Tobías lá vakandi og hugsaði og hugsaði; hann hafði engan nýtilegan hlut að bjóða fram; þeir voru allir saman i löghaldi. Svo hallaði hann telpunni með mestu gætni fjær sjer í rúm- fletinu, breiddi skinnfeldinn vandlega ofan á hana, reis hljóðlega á fætur, gekk út að glugganum og starði út; biksvört vetrarnóttin lá fast upp að kofanum líkt og geysistór múrveggur. Rjett í því sama sagði einn drengurinn, sem líklega hefur verið búinn að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.