Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 21

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 21
IOI liggja lengi vakandi: »fáum við heldur ekkert í soðið í dag, pabbi?« Drengurinn talaði í hálfum hljóðum, rjett svo að faðirinn gat greint orðaskil. »0 — það verða einhver ráð með það, held jeg. — En umfram allt hafðu ekki hátt, svo mamma geti sofið.« Hann dró með hægð lokuna frá hurðinni og læddist fram fyrir. Þar stóð hann um stund og horfði út; loptið var dimmt og hrá- slagalegt, lafði alveg niður á kofaþakið; það gryllti ekki í naustið niðrí fjörunni, sá naumlega ofan í varinhelluna, en það heyrðist jafn og þrotlaus dynur í brimólgunni, og drynjandi niður neðan úr firð- inurn, þar sem brimsorfnir grjóthnullungarnir rugguðu á marar- botni, aptur og fram i straumfallinu. Stöku sinnum öskraði berg- uglan ámáttlega yfir í háfjallinu. Hann var að skyggnast eptir, hvort hann sæi ekki glampa út á fiskigrunninu — bara svo litla glætu, þvi þá var fiskurinn kominn. En þar útfrá var allt jafn biksvart og sídimmt og áður. — Það var ekkert annað úrræði en fara með grísinn til kaupmannsins. Tobías lagði úr vörinni í apturelding með Matta bundinn við þóptuna og í skutnum stóreflis kippu af svínablöðrum, sem höfðu hangið á snaga í arinkróknum frá þvi hann kom úr seinustu slátur- ferðinni, — það var þó vísast, að hann fengi nokkra skildinga fyrir þær. — Börnin fylgdu ofan á hamarinn og störðu eptir Matta, meðan þau gátu eygt hann. Það gat nú varla heitið sjófært um daginn, í húðarkafaldinu og sviptibyljunum; en það var þó enn krappara heima í kotinu, þar sem sulturinn var tekinn til að ýlfra í máttarröptunum. •—- — »En ekki eina síld — ekki svo mikið sem hálft austur- trogið af mjeli,« vildi kaupmaðurinn láta hann fá, úr því hrepp- stjórinn var búinn að taka hann með húð og hári, »hann vildi heldur ekki gefa eina spönn af munntóbaki fyrir gríslings skömm- ina.« Þetta var vissan, sem Tobías fjekk við búðarborðið, og nú sat hann í bátnum sínúm, sem hoppaði í bárugjálfrinu við hliðina á vöruhúsinu; hann sat og hugsaði dapur í huga um erindislokin hjá kaupmanninum. Oðru hverju leit hann þeim augum til gríss- ins, sem spáðu honum einhverju öðru en hárri elli; en grísinn var eins áfjáður og iðinn að urga mjelrykið úr pokatetrinu í skutn-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.