Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 36

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 36
116 hætti þess tíma. Þessvegna er líka rjettritun hans látin halda sjer óbreytt. Á stöku stað hefir verið bætt við skýringum yfir útlend orð og þess konar, annað- hvort neðanmáls eða inn í sjálfan textann milli hornklofa. Bersýnilegar misritanir hafa og verið leiðrjettar. Sú upprunalega ferðabók er fyrir löngu týnd, en 1807 skrifaði Finnur byrj- un hennar upp og jók við áframhaldinu eptir minni. Þetta dagbókarbrot er í hinu mikla brjefasafni Finns í Ríkiskjalasafninu (n° 6 og 19). Kr. Kálund. Fragment af Dagbók yfir ferd frá Hafnarfyrdi til Kaupmannahafnar med Brikk-skipinu De tvende Sestre, færdu af Skipherra Iens Rasmussen Præst 1797. Fyrsta vika Ferdarinnar. Septb. 9. Laugardag. Um morguninn snemma sigldum vid þrír Passa- gerer (þáverandi Cand. juris nú Sýslumadur i Sudur-Múla-Sýslu Theo- dorus Thorlacius, núverandi Adjunct vid Bessastada Latínu Skóla Jón Jónsson, og Eg) frá Gördum á Islendsku Skipi, þegar eptir giördu Aftali sast flaggad hiá Prest, nádurn vid honum ogsvo hæglega á Utsiglíngu hans. Pennan dag var gódur Landsynningskaldi, og vid komustum um qvöldid til Fuglaskerja, þá Logn gjördist. 10. Kl. n um morguninn var Snæfellsjökull ad sjá í Austur-Landnord- ur. Pá var vindurinn á Landsunnann med stífum Kalda, enn hvesti um nóttina. 11. Var ofsastormur; drifum vid vestur í haf; sami vindur. 12. Sama vedur, þó med nockud hægra vindi. 13. Sama vedur. Báda þessa daga var regn. 14. Lognvedur. 15. Sigldum um nóttina gódann NW. vind fra 7 til 3 mílna í vakt (mesti gángur Lötu Brúnku) 3: á 4 Kluckutímum. Laugardagsnótt- ina sneri vindurinn sier til Austurs med ofsastormi med nockru regni, sem ei fyrr lægdi enn seint um qvöld. Hvesti strax aptur. Önnur vika. 16. Vaxandi Ofvidri, svo vard ad láta Skipid drífa med tveimur seglum rifudum, sem loksins rifnudu riett i því Skipherrann ætladi ad fara láta ad halda bænir; for þá hvört mannsbarn (nema eg sem lá í sió- sóttar Kröm eins og alla fyrri dagana i rúminu) uppá Deck, hvar skást hafdi verid, því í Káhyttunni gat madur hvörki setid stadid nje legid. 2 menn stódu alltaf vid Stýrid, og stundum Drengur sá þridji, enn hinir vóru ad biarga seglunum, sem tregt gjeck, þar hvör Kadallinn slitnadi af ödrum. Skipherrann var ordinn lafhrædd- ur. Enn midt i þessu, um nón bil sneri vindurinn sier hastarlega

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.