Eimreiðin - 01.05.1897, Side 39
I:9
5. Um mörguninn gióla á Sunnann-útsunnann, stundum med smáskúrum,
enn hvessti þegar á daginn leid.
6. Hvasst ennþá á sunnann-útsunnann, þykkt lopt þó regnlaust, þartil
hierumbil Kl. 7, þá hvesti og gjördi lítid regn. Um nóttina var
mesta ofvidri med miklu regni; storminn lægdi eptir midnætti,
enn hrídinn óx.
Fimta vika.
7. Ennþá hvasst á sunnann-útsunnann. Pykkt Lopt þó regnlaust þar-
til hierum Kl. 7 um qvöldid þá hvessti enn meir og giördi nockud
regn. Um nóttina var mesta ofvidri, sem ej lægdi fyrr enn eptir
midnætti þá hrídarregn gjördist.
8. Hvasst á útsunnann. Sigldum á veg til Færeya. Skúravedur.
Sigldum 3 a 4 mílur í vakt. Stórsjór sem hægdi um nóttina Kl.
10. Snerist þá vindurinn til vesturs med regni.
9. Nú fengum vid fyrst hagannlegann byr (á vestann) ad heita mátti,
frá þvi vid fyrst sigldum út úr Hafnarfyrdi, og nú sigldum vid loks
framhjá Færejum ad nordannverdu, eptir ad lidinn var fullur hálf-
ur mánudur frá þvi vid sáum þær fyrst, og þá hefdum vid hæg-
lega gétad komist hjá þeim, hefdi Skipherrans heigulskapur eda
viljaleysi ecki stadid i vegi — svo var ad minnsta kosti alþýdu
meining á ockar sveymandi samkundu. Eptir hádegi lygndi nockud
og lietti upp; urn qvöldid hvessti aptur. Þennann dag sigldum vid
3 a 4 milur i vakt.
10. Vestannvindur, gódur byr. Sigldum vid um morguninn 4 til 5^/2
milu i vakt. Þegar áleid snerist vindurinn litid til nordurs og lygndi
nockud. Um qvöldid var Lögn (!) og Regn, enn lietti upp um
nóttina.
11. Kaldi á vestann. Þykkt lopt. Sigldum 3 a4 milur i vakt. Um
middag vorum vid eptir Besticket fyri midju Hetlandi þ: Hjalt-
landi]. Kl. 8 liet Skipherrann venda af hrædslu fyrir Hetlandi, og
tók Coursen til Utnordurs.
12. Hvasst á vestannútnordann med stórskúrum. Vendtum aptur kl. 6
f. M. Um Nóttina var illvidri med snió hridjum, i hvörjum vard
ad draga seglinn.
1 3. Sama hrydiuvedur á útnordann, þó vægara enn fyrr. Litilega hafdi
vorum Herrum skjátlast ennnú í reikníngnum, þvi i stadinn fyrir ad
vid eptir Besticket áttum ad vera skamt frá Hetlandi — hrópadi
einn skipverja um nóttina í myrkrinu ad vid sigldum beint á land;
vendtu þeir nú sem skiótast, og þekktu sig þá byrta tók ad þeir
væru komnir nálægt Bergen', og nærri Landi hefur þad víst verid,
þvi seint um daginn þá vid komum á fætur, circa kl. 11, sáum
vid glöggt fjöllinn, sem þó ad mestu leiti voru hulinn skýum. —
Sama vedur vidhielst allt til qvölds og um nóttina.
14. Hrydjuvedur med stormi á Landnordann.
Siötta Vika.
Pennan dag sigldum vid sudur med Norvegi, þó svo lángt frá ad