Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 40
120
vid sáum ej Land fyrr enn um nónbil. Um qvöldid kl. 8 vorum
vid ii til 13 mílur fyri vestann Lindisnes sem er sydsta nes edur
éndi af Norvegi.
15. Gódur og hægur Kuldi á Nordann. Puit og besta vedur. Um
morguninn sáum vid landid mikid glöggt, því vid sigldum nærri
þvi. Er á þeim landskanti nóg af fjöllum, enn þau eru ekki há.
Priú hús sáum vid glöggt; þau voru þakinn med raudum þaksteini.
Um hádegi sigldum vid fyri Lindisnes, og sáum þá glöggt hús á
Landi. Lóts kom til ockar um Lesturinn, til ad vita hvört vid ecki
vildum koma í Land. Einn Dúkur í segli hans var raudur, og er
þad lódsbátamerki í Norvegi. Þennann' dag sigldum vid inn med
miklu Eyabelti fyri framann Landid. Úr því vid komum upp undir
Norveg tókum vid ad sjá fleiri skip. Þennann dag sáum vid 2.
Eptir midmunda giördi Logn. Sneri vindurinn sier smám saman til
útsudurs, og aptur um nóttina til vesturs.
16. Vestann- og sídann Nordann-vindur. Um morguninn snemma sá-
um vid litla Galease lángt á eptir, enn um qvöldid var hún gott
Kippkorn á undann ockur. Kl. 8 E. M. vorum vid eptir Reikn-
íngnum 6 a 8 mílur fyri Nordvestann Jyllands Skaga, fórum þó
ad stika djúpid og fundum einasta 15 fadma djúp. Urdu skipverj-
ar þá skjelkadir, einkum Timburmadurinn, og tóku ad halda meir
nordur á, þvi vid Skagann er hættulegasta skipbrots Pláts vegna
Sandrifa, enn hálfhræddir voru menn um ad vitaverdir Kóngs á
Skaganum hefdu gleymt ad kinda bálid edur vitann á Fýrturninum —
hvörjir vitar kyndast á hvörri nóttu sjófarendum til vidvörunar.
Slikir Fyrturnar eru vida í Kattegattet, edur vid þann sjó sem nær
frá Jotlandsskaga til Eyrarsunds yfir 100 til 200 álna frá sjáfarmáli.
Einn slikur er ogsvo vid Lidandisnes. — Enn svo eg komi aptur til
Skipverja vorra, vorum vid alla nóttina ad stika djúpid þvi rnyrkt var.
17. Logn um morguninn til um hádegisbil, þá litid hvessti á vestann.
Nú sigldum vid fyri bi skagann og þad svo nærri ad vid glöggt
sáum stadinn sjerdeilis þá tvo vitaturna og kirkiuna. Kl. 5 E. M.
gátu Skipverjar sjed úr reidanum land til austurs og Stadinn Mar-
strand i Sviaríki, þar straumurinn hafdi svikid þá (sem ecki var
svo fjarka vandskillegt). Um morguninn sáum vid Brikkskip, sitj-
andi fast á Jutskarifi, sem gengur út af Skagatánni, og hefur eitt-
hvad af þvi þrennu tilkomid ad i° vitinn eptir tilgátu manna ecki
hefdi verid qveiktur um nóttina, 2, Skipherra og Stýrimadur vit-
lausir (»ligesom hos os*1), edr 3, þeir hafa setst um kyrrt
med vilja. — Um Kvöldid Kl. 8x/2 sáum vid 2 Fyra edur vita á
Nídingnum, sem er Klettur eda litill hólmi spottakorn frá Landi í
Sviariki. — Ecki vardi sá gódi vindur lengur enn til kl. 4 um nótt-
ina, þá hann umbreyttist í Útsynnings mótvind. Um qvöldid þá
vid lögdum ockur til svefns, hjeldum vid fyri vist, ad næsta qvöld
um sama mund mundum vid komnir i Kaupmannahöfn, því þángad
áttum vid ecki eptir nema rúniar 20 mílur, enn þad fór ödruvísi,
þvi nú tókum vid ad krydsa og drifa til baka.
1 »Eins og hjá oss« — máltæki úr leikriti Holbergs »Ulysses von Ithacia« (rjet
ara »ligesaa hos os«).