Eimreiðin - 01.05.1897, Side 42
122
Svo lángt nær sá originale Journal. Hin blödinn eru töpud, enn
stutt inntak peirra mistu verdur eptir minninu þettad. Circa 3 Daga
höfdum vid krydsad frá Langesund, þá vid vorum komnir nálægt ey-
unni Anholt, enn mótvindur kom med stormi, sem ásamt straumnum bar
ockur upp undir Svíarikisstrandir. Var svo baldid lángt og sniallt Skips-
rád, i hvörju loks ad Skipherrans vilja var ályktad, ad hafnar skyldi leita
i stadnum Marstrand. Ad sönnu hafdi enginn skipherra þar ádur verid
nema Prest einn fyri frekum 30 árum, samt vogadi hann ad sneida hiá
þeim hættulegu Paternoster-skerjum og sigldi til hafnar i Marstrand,
komst lukkulega inn i Gap hinnar sömu, og þá fyrst komu Lótsar undir
Kastalans múrum (ad vanda þeirra Svensku1) til málamindar og til ad
innvinna sier skotgiald, um bord. Vid lögdustum um kyrrt inn i höfn
fyrir utann midjann stadinn. Stadurinn Marstrand er af freklega medal-
stærd (medalstada í þessum nordlægu Rikjum) og var fyri fáum árum
nockra hrid svokalladur Porto franco edur friáls höfn, hvörsvegna
þángad safnadist fjöldi af Gydingum og ödrum maungurum. Þetta Pri-
vilegium þ: einkarjettindi] var nú fyri skömmu apturkallad. Stadur-
inn liggur á ey lítillri sem er einber Klettaklöpp. Nedri partur hans
sem ad siónum veit er álitlegur med múrhúsum, en hinn efri lángtum
ofridari vegna þraungra og brattra stræta med litilfjörlegum triehúsum.
Höfninn er vid stadarins sidu uppmúrud med steinbolverki, svo skipinn
liggia upp vid strætinn sjálf. Efst á eyunni liggur festinginn edur Kast-
alinn Karlstein, af hvörs inntöku, þó med klókindum, Tordenskiold2 i
sinni tíd einkum vard nafnfrægur enn Commandanten var af Svium sidar
afhöfdadr. Turn mikill er midt i þessum kastala, uppá hvörn eg og
medreysendur mínir fengum leyfi til ad gánga. Vid géngum upp ad
innanverdu 264 tröppur mest i myrkri (þó vid skimu af handlukt) þar
til vid komum efst á turninn undir berann himinn. Var hann ad ofann
umkringdur med triágrindverki, enn annars þakinn þar efst med torfi og
grænum grösum vaxinn. Midt í þessum mikla turni stendur hús um-
hverfis sett tómum glergluggum. Inn i því er kunstuglega tilbúinn
Lampa-fýr edur viti (til leidbeiníngar sjófarendum) sem snýr sjer i hring
af sjálfu sier á hvörjum 5 minútum, svo á þeim tima sjást avallt þrir
skjærir glampar og tveir dimmari. Innann fyri hvörn Lampa er fjarska
stór Reflectere-spegill af polerudum málmi sem slær Ljósgeislunum svo
vidt um hring margföldudum til baka. Frá þessum efsta toppi Kastal-
ans er miög vidsýnt. Festínginn er mjög rammbyggileg, uppbygd af
eintómu múrverki.
Priár vikur láurn vid í Marstrand. Padann reystu þeir Herrar Thor-
lacius og Jónsson til Kaupmannahafnar. Hvad þar vidbar eptir Burt-
reisu þeirra er ecki i frásögur færandi. Einasta eru mier merkileg at-
vik burtfarar minnar úr þessum stad.
Margvislegar kringumstædur gáfu ordsök til ad ugga ad Skipherra
Præst (sem á Reisunni hafði ádur ecki ordsaka laust komist í ógunst vid
Reidara sinn, og vissi liklega, ad honum valla optar mundi verda trúad
1 Um þessar mundir var rígur milli þegna Danakonungs og Svía.
2 Dönsk sjóhetja 1690—1720.