Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 44

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 44
124 William Morris (1834—1896). Island hefur misst þann mann, sem hjelt nafni íslands hærra á lopti en nokkur annar útlendingur. fað er óhætt að segja að William Morris unni islenzkri tungu, sögu og þjóðerni heitar en nokkur útlendingur, að Konráð Maurer fráskildum. Hann var eitt af höfuðskáldum Englands á síðara hlut nitjándu aldar, og verður það skarð seint fyllt, sem orðið hefur í flokk Islandsvina, þar sem hans missti við. Morris var sonur ríks kaupmanns nálægt Lundúnum. Hann gekk á Oxforðarháskóla og lagði þá helzt stund á pentlist. Var hann í hóp hinna ungu manna, sem vildu koma nýjum blæ, miðaldablæ, á skáldskap og listir Englendinga. Voru þeir kallaðir óaldarseggir, en urðu seinna frægir menn og má til þess nefna Dante Gabriel Rossetti, Ford Madox Broiun, Burns-Jones, Holman Hunt. Ekki leið á löngu áður Morris fann, að honum ljet jafnvel að tala í bundnu máli sem óbundnu, og fór hann þá að yrkja. Hann var hin mesta hamhleypa við kveðskap og hefði honum víst ekki þótt mikið fyrir, að yrkja Höfuðlausn á einni nóttu, því hann orti 800 vísuorð af Laxdæladrápu sinni eptir miðnætti og hafði lokið við þau áður dagur rann.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.