Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 57
137 stúdentanna tóku allt í einu að brenna af heitri elsku og frændræknis- tilfinningu, allt komst á ferð og flug; þeir, sem skáldmæltir voru, færðust í aukana og ortu tvítugar og þritugar drápurnar, glóandi af bróðurkærleik og gjallandi af orðskrúði; ræðugarparnir ljetu glymja í skoltunum allt hvað af tók, söngmennirnir þöndu raddböndin, og þeir, sem ekki voru annars megnugir, ja, þeir gátu að minnsta kosti veifað húfunum og hrópað húrra. Og svo fóru stúdentarnir í Danmörku, Sviþjóð og Nor- egi lestaferðir á milli landanna, til að sýna sig og sjá aðra og fá sjer í staupinu upp á frændsemina. Bæjarbúarnir i háskólabæjunum litu yfir þessa ungu ofurhuga og allt, sem þeir sungu og sögðu, og, sjá, það var harla gott. En meður þvi að maðurinn lifir ekki af einu saman söngli og sálarfæðu, — ekki einu sinni stúdentar —, þá lögðu bæjarbúar þeim á borð vín og vistir, og var þar fram borið bæði »bjarnarslátur og bjór i könnu« og margt annað sælgæti, sem hjarta manns kann að girnast. Pá var gullöld stúdenta, þeir voru prísaðir í ljóðum og sögum sem óskabörn menntagyðjunnar, og ekkert þótti ráð ráðið, nema þeir væru annars vegar. Þótt nú sje öldin önnur, þótt stúdentar eigi ekki nú sem stendur sjerlegu ástfóstri að fagna hjá Hafnarbúum, þá kveður þó enn sem fyrr töluvert að þeim í Kaupmannahöfn, og því er vert, að þeirra sje getið, ekki aðeins vegna þess, að þeir eru svo óstjórnlega margir í tiltölu við stærð landsins, svo þeir geisa yfir eins og engisprettusveimur og liggur við, ef þessum ósköpum heldur áfram, að þeir verði að annari eins landplágu og engispretturnar hjá honum Faraó heitnum, sællar minningar. Nei, stúdéntastjettin vekur enn .sem fyrr ósjálfrátt athygli manna, einkum vegna þess, að enginn veit, hvað í þessum æskulýð kann að búa eða hvað úr honum kann að verða. Hann ber í sjer hina óráðnu gátu framtíðarmögulegleikanna. Pess vegna rennir Hafnarbúinn augunum með forvitnisblandinni og eptirvæntingarfullri athygli til stúdentanna, og þegar heimasæturnar sjá húfunni með hvitu silkisnúrunni og silfurkrossinum framan á bregða fyrir, þá er kannske stundum ekki laust við, að eitt- hvað kviki ofboð, ofboð litið hraðara i barminum en vant er, að Ijettur roði færist um vangann og að hugurinn reiki viða. En við skulum ekki hafa hátt um það. Það er bezt að láta framtíðina sjálfa draga skýluna burt. — Verði manni reikað um Kaupmangaragötu, um það svæði, er Sí- valiturn stendur, blasir víð hinum megin götunnar, andspænis turninum, gömul og hrörleg, rauðskjöldótt og fornfáleg bygging. Hún er eins og sliguð, öll sömun hálfskæld og snúin og stingur undarlega í stúf við nágrannahúsin, sem öll eru nýleg og reisuleg, og einmitt þess vegna rekur maður undir eins skjáinn i hana og verður ósjálfrátt á að spyrja: »Hvaða djeskotans hrúatildur er þetta?« Fað stendur ekki lengi á svar- inu, þvi hvert mannsbarn i Kaupmannahöfn kannast við hreysið. Það er »Regensen<i, sem við Islendingar köllum »GARЫ. Er það bústaður fátækra stúdenta og hefur um langan aldur verið eins konar aðalhreiður stúdentalífsins í Kaupmannahöfn. Heiðursmaðurinn hann Kristján IV. tildraði því upp 1623 handa bláfátækum námsmönnum, til þess að þeir þyrftu ekki að flækjast húsnæðislausir um á strætum og gatnamótum. Islendingar þóttu svo sem sjálfsagðir að njóta góðs af þessari rausn, því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.