Eimreiðin - 01.05.1897, Page 59
139
himinsins og akursins liljugrös, að hvorki vinna þeir nje spinna, sá nje
uppskera, og þó fæðir háskólasjóðurinn þá ei að síður.
Garður er nokkurs konar friðaður blettur, nokkurs konar veröld út
af fyrir sig. Hann er eins og afgirtur griðastaður innan um allt harkið
og háreystina umhverfis, eins og hálfgildings óháð smáríki í sjálfri rikis-
heildinni. Tignarsprotann i þvi ríki ber einn af háskólakennurunum og
er hann nefndur Garðprófastur. Hann situr á Garði og gætir reglu og
velsæmis, hlýðir á klaganir Garðbúa og skipar máluml manna. Honum
til aðstoðar er skipaður varaprófastur. f’að er nú sem stendur Islending-
urinn Eiríkur Jónsson, og hefur hann setið i þeirri stöðu um langan aldur
og mun mörgum Islendingum að góðu kunnur. Pessir valdsmenn eru
kjörnir af háskólasjóðsstjórninni. Þá kjósa Garðbúar sjálfir einn úr sínum
flokki til að gangast fyrir ýmsum fyrirtækjum innan Garðs og utan og
annast hitt og þetta, er gera skal. Hann er eins og nokkurs konar
forustusauður og milligöngumaður rnilli Garðbúa og yfirboðara þeirra.
Hann er nefndur »hringjari«, þótt undarlegt megi virðast, því ekkert á
embætti hans nú á dögum skylt við hringingar. 011 þessi nöfn — pró-
fastur, varaprófastur og hringjari — eiga rót sína að rekja til fyrri tíma.
fá hvíldi eins konar kirkjulegur blær yfir Garði, og hann stóð i sam-
bandi við klaustur, er heyrði til kirkju nokkurri í borginni. . Garðlífið
hefur og lengi fram eptir átt ekki litið skylt við klausturlifið, að minnsta
kosti hafa Garðbúar, þótt ekki sje annað, að því leyti átt skylt við
klausturbræðurna, að þeir á stundum hafa haldið »svakk mikið og sukk«
í klaustri sínu, eins og sagt er um bræðurna í Þykkvabæ. Hringjarinn
á Garði er að ýmsu leyti vel metinn maður í þjóðfjelaginu, með þvi
að hann ber að skoða sem nokkurs konar sýnilega imynd Garðbúa og
fulltrúa þeirra í öllu. Pað er sá maður, sem jeg hef öfundað einna
mest allra manna. Svo er mál með vexti, að þegar slegið er upp
veizlu eða einhver hátíðahöld fara fram, sem hlýða þykir að láta Garð-
búa taka þátt í, þá er honurn boðið sem fulltrúa þeirra, og meðan
veslings Garðbúarnir sjálfir húka heima í klefum sinum að fátæklegum
rjettum, situr hann prúðbúinn innan um glaum og gleði og alls konar
dýrð. Gómsætir rjettir og ljúfíeng vin er borið upp að vitunum á
honum, og þarna situr hann og jetur og drekkur fyrir too manns —
Garðbúar eru ioo alls — svo honum er óhætt að draga á bátinn, ef
hann á að standa samvizkusamlega i stöðu sinni. Ja, misjöfn eru kjörin
mannanna.
Hýbýlum á Garði er þannig varið, að þar búa alloptast 2 stúdentar
saman og hafa 2 herbergi, annað til að sofa i og hitt til að starfa í.
Þar er og bókasafn til afnota handa Garðbúum og til þess keyptar nýrri
bækur, mestmegnis skáldrit, jafnótt og þær koma út. Enn fremur er
þar lestrarsalur og þar fram lögð flest blöð og timarit, er út eru gefin
í Kaupmannahöfn og nokkur útlend, og loks söngstofa með góðu hljóð-
færi (Fortepíanó). Verður því ekki annað sagt, en að allt sje vel og
sómasamlega búið i haginn fyrir Garðbúa og að það væsi ekki um þá.
Allt það, er til matreiðslu kemur, verða Garðbúar sjálfir að annast.
Flestir þeirra kaupa sjer miðdegisverð utangarðs, en morgun- og kvöld-
verðar neyta þeir i hýbýlum sínum. Fæstir þeirra eru vanir við mat-
seld og ferst það heldur ekki sem höndulegast fyrst i stað, en þolin-