Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 60

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 60
140 mæðin þrautir vinnur allar, eins og málshátturinn segir, og líður ekki á löngu, áður þeir eru útfarnir í þeirri list að framreiða mat, sjóða egg og hita á katlinum. Um matmálsbilið er það alltítt, ekki sizt meðal Islendinga, að einhverjir sjeu á flakki til og frá um Garð, fitji upp á trýnið og nasi við dyrnar hjá kunningjunum, til að grennslast eptir, hvað á borðum sje, og svo framarlega sem þeir kenna ilm af einhverju sælgæti, þá eru þeir ekki lengi á sjer að stinga upp á að slá saman reit- unum og efla til eins betri morgunverðar eða kvöldmáltíðar. Einkum -kennir þessa, þegar menn fá mat heiman af Fróni. Sá, sem matinn fær, er kviaður inni og umsetinn eins og viggirtur kastali á örgustu óaldatímum, og láti hann nokkurn bug á sjer vinna, þá fá matavbirgð- irnar að kenna á því. Ja, drottinn minn, þvílikur handagangur i öskj- unni! Sviðakjammarnir, hangiketsrifin og saltketshnúturnar hverfa á svip- stundu eins og ofan i botnlausa gjá, og svitinn bogar af mönnum við að róta upp kæfuflygsunum og smjerkökkunum, en á smjattinu má heyra, hversu vel frónsku krásirnar smakka. Pótt nú húsráðanda eða húsráðendum stundum renni til rifja að sjá á bak þeim, þá vita þeir aptur á móti, að borðgestirnir ekki telja eptir sjer að láta eitthvert sæl- gæti koma í staðinn, er síðar meir kann að falla þeim i skaut. Það er gott að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. Garðbúar hafa sjer til aðstoðar nokkra þjónustusamlega anda, sem nefnast Garðkarlar, og koma þeir að góðu haldi, þótt ekki jafnist þeir við andann, sem bjó i lampanum hans Aladdins, hvorki að dugnaði nje hraðvirkni. Peir skola mataráhöld Garðbúa, kaupa inn vistir, bursta skó og fleira þess háttar. En meður því að allir eru svo ósanngjarnir i þessum heimi að vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn, og þar á meðal Garðkarlarnir, þá geldur hver Garðbúi karli sínum 4 krónur á mánuði i ómakslaun. A Garði má heita heldur hart um kvennfólk. Þó koma þar daglega nokkrar kvennsniptir eða kerlingarrolur til að sópa, þvo og búa um, en þær eru flestar með þvi markinu brenndar, að engum mennskum manni getur dottið i hug að skipa þeim i flokk með kvenn- fólkinu, svo ófjetislegar eru þær, og er það margra manna skoðun, að þær fremur heyri til á einhverju forngripasafni heldur en á skeiðvelli lifsins. Prófasturinn þorir ekki fyrir sitt lif að sleppa ýngismeyjum inn á Garð til að þjóna Garðbúum til borðs og sængur, og get jeg ekki láð honum það manninum. Fetta er ungt og leikur sjer. Ef herbergin á Garði hefðu mál og rænu, þá kynnu þau frá mörgu að segja og misjöfnu. Opt hefur glumið i þeim af kátínu, söng og háreysti kvöld eptir kvöld, og hefur stundum i alllangan tima mátt telja þau orð, sem þar hafa verið lesin. Hins vegar hafa þau og opt hlúð að einbeittu og alvarlegu námi, hafa girt verndandi um eldheitan anda og brennandi fróðleiksfýsn og varið margt dýrmætt frækorn á þroskun- arstiginu fyrir hretum og stormum. Pau eru máske sum heldur tómleg og fátækleg, veggirnir berir, legubekkurinn slitinn og sligaður og stól- arnir trosnaðir og bágir til fótanna, en þegar búið er að skjóta lokunum fyrir gluggana, tendra ljósið og glatt logar í ofninum, — ekki þarf að spara eldiviðinn, háskólasjóðurinn borgar brúsann —, og úti fyrir dynj- andi hríð og illviðri, þá leiða þau ósjálfrátt hugann að hlýjum klaustur- klefa í einveru langt frá öllum mannabyggðum. Prátt fyrir allt og allt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.