Eimreiðin - 01.05.1897, Page 63
mestmegnis til af því, að hún hefur gengizt fyrir ýmsum þörfum og
þjóðlegum fyrirtækjum, en Stúdentafjelagið hefur alltaf heldur dregið sig
í hlje og kynokað sjer við komast i tæri við lægri stjettirnar. Stúdenta-
samkundan hefur ekki aðeins kostað kapps um að rífa niður hið gamla
og úrelta, heldur og jafnframt að byggja eitthvað upp að nýju i stað
hins gamia. Pannig hefur hún sett á stofn skrifstofu, er veitir snauðum
mönnum hjálp til að ná rjetti sínum, sjeu þeir beittir brögðum eða
ólögum, og það án nokkurs endurgjalds. Petta fyrirtæki hefur vakið
svo mikla eptirtekt, að menn hafa komið frá öðrum löndum til að kynna
sjer það í þvi skyni að koma á fót hjá sjer likri stofnun. Enn fremur
getur Samkundan út alþýðleg smárit, mjög fróðleg og ódýr, og loks
gengsí hún fyrir að veita fátækum verkamönnum árlega svo hundruðum
skiptir tilsögn i ýmsum greinum.
Hversdagslega láta stúdentar ekki mikið til sin taka i Kaupmanna-
höfn, en þegar eitthvað nýtt er á seyði, þá eru þeir optast fremstir i
flokki. Ekki liggja þeir á liði sínu kjördaginn eða á þjóðhátíðardag
Dana, og mun venjulega reynast svo, að ekki er minnstur hávaðinn og
æsingin þar, er hylla sjest undir stúdentahúfurnar. Að vísu er sú tíð
um garð gengin, er stúdentarnir höfðu sjer það að dægra eða rjettara
sagt næturdvöl að glettast við næturverðina og það heldur hrottalega.
Þeim af lesendunum, sem bera nokkur kennsl á næturverði, mun ekki
vera það ókunnugt, að þessir háttvirtu meðbræður hafa miklar mætur á
að hnipra sig saman i krókum, kymum og kjallarahálsum, til þess að
láta renna ofurlitið í brjóstið á sjer. En nú vildi stundum svo óheppi-
lega til, þegar þeir voru rjett nýbúnir að festa svefninn, að þar bar að
stúdentahóp, er i miklum vigahug kom af staupaþingi. En með þvi nú
að stúdentar, eins og margir aðrir menn, eru skapaðir með þeim ósköp-
um, að þeir heimta meiri skyldurækni af náunganum, heldur en af sjálf-
um sjer, þá fylltust þeir heilagri vandlætingu yfir slíkri sjón og brugðu
til maklegrar refsingar lykkju undir hendurnar á næturvörðunum og
hengdu þá uppá snaga eða uppá næsta ljóskerastólpa og ljetu þá dingla
þar, þangað til einhvern bar að, sem sá aumur á þeim. Petta og annað
eins er nú löngu lagt niður, og það er allt annað en gaman að glettast
við lögregluþjónana i Kaupmannahöfn. Pvi hefur margur maðurinn
fengið að kenna á.
Frjálsara og glaðara lif en stúdentalífið getur varla í þessum heimi.
Það er naumast hægt að lýsa þeirri frelsis- og gleðitilfinningu, sem
streymir inn í brjóstið á stúdentunum, þegar þeir eru komnir út fyrir
skólaþröskuldinn með stúdentavottorðið sitt i vasanum. Að baki þeim
liggja mörg, löng og ströng námsár, er þeir urðu að sitja fjötraðir við
skólabekkina, en við augum blasir framtíðin eins og ljós og skær leik-
völlur. Frelsi stúdentalífsins er hvorttveggja i senn bæði styrkur þéss
og vanstyrkur. Notað með skynsemi er það dýrasta hnoss æskunnar,
en notað á ljettúðarfullan hátt er það einn hinn vissasti vegur til glöt-
unar. það er eins og eitt boðorð af sjálfu sjer vakni í meðvitund
stúdenta, er þeir eru lausir við skólakreppuna, og það hljóðar svo:
»Seinna meir skaltu verk þitt vinna, fyrsta árið skaltu njóta lífsins og
frelsisins«. Sumir festa svo skarpt augað á síðari hluta boðorðsins og
láta hann svo rækilega sjer að kenningu verða, að þeir alveg gleyma