Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 70

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 70
i5o Hjer er um mikið vaxtatap að ræða, sem komast mætti hjá, ef landsbankinn tæki að sjer innheimtu og útborganir landsjóðs. Ef vjer nú hins vegar rannsökum, hvern hag kaupmenn mundu hafa af því, að landsbankinn tæki innheimtu og útborganir landsjóðs að sjer, þá má gjöra ráð fyrir, að af hverjum 100,000 kr. af toll- upphæðinni, er kaupmenn yrðu að fá að láni hjá umboðsmönnum sínum erlendis, verði þeir að borga fyrst 2 % af upphæðinni í umboðslaun (af 100,000 kr. = 2000 kr.) og þvínæst 6 % árlega vexti af sömu upphæð í 6 mánuði (3000 kr.). Alls ganga þá að óþörfu 5000 kr. af hverjum 100,000 kr. út úr landinu, og lenda í vösum erlendra auðmanna, auk annarar margfalt stærri upphæðar, sem óbeinlínis leiðir af þeirri tilhögun, sem nú á sjer stað. Ef landsbankinu aptur kæmist í nánara samband við íslenzka kaup- menn, mundi ekki svo mikið fje ganga út úr landinu, heldur lenda i vörzlum landbankans, og óbeinlínis renna í landsjóð, þareð lands- bankinn í raun og veru er eign hans, og fje bankans á að renna í landsjóð, ef bankinn verður afnuminn. En auk þess er líklegt, að kaupmenn mundu komast að miklu betri kjörum hjá bankanum, heldur en hjá hinum erlendu umboðsmönnum; því setjum nú svo, að bankinu taki 5 % í árlega vexti af slíkum lánum, þá mundu kaupmenn sarnt spara 1 % í vexti -f- 2 °/0 í umboðslaun. Kaup- menn mundu því ekki aðeins nota bankann til þess að borga tolla fyrir sig, heldur mundu allir þeir, sem gætu, eingöngu taka lán í bankanum, en ekki hjá umboðsmönnum sínum erlendis. . Ef vjer lítum í landsreikningana, þá sjáum vjer, að í hlutfalli við aðra verzlunarstaði á Islandi, notar Reykjavík einna minnst Kaupmannahafnarávísanir við tollgreiðslur, og slíkum ávísunum þaðan fer fækkandi ár frá ári. Flestir munu álíta, að þetta stafi af því, að peningaverzlanin sje meiri í Reykjavík en annarsstaðar á landinu, enda er það eflaust ein af aðalorsökunum til þess. En ekki er ólíklegt, að landsbankinn í Reykjavík styðji að því, að þannig sje, annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis eða hvorttveggja. Það nýrnæli, er hjer hefur verið drepið á, er hvorki óreynt nje óþekkt í heiminum. A Englandi, hefur »Bank of England« í Lundúnum að rniklu leyti innheimtu og útborgun ríkisins á hendi. Þessi banki, sem er einhver hinn elzti (frá 1694) og stærsti banki í Norðurálfunni (stofnfje 14^/2 miljón pund Sterling; S1/12 1890 nam seðlahrúga hans £ 39,190,000 og 1. júlí 1891 voru seðlarnir alls orðnir £ 43,740,000, gulleign £ 27,290,000 og í varasjóði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.