Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 74
154
Bókafregn.
BIFLÍULJÓÐ. I. Eptir Valdimar Briem. Rvík (Sigurður Krist-
jánsson) 1896; X + 414 bls.
Það er orðin siðvenja hjá stórskáldura Norðmanna, að senda hinar nýju
bækur sínar út rjett fyrir jólin; er þeim jafnan tekið með miklum fögnuði. Rjett
fyrir jólin barst hingað bók heiman frá Islandi, sem var oss enn þá kærkomnari
gestur en bækur stórskáldanna norsku; það voru biflíuljóð síra Valdimars Briems
(fyrri partur). Það er jafnan mikið rætt um bækur stórskáldanna norsku áður en
þær birtast á prenti; svo er og með þessa bók; það hefur verið mikið um hana
rætt löngu áður en hún kom út, og allir þeir íslendingar, sem enn elska kristin-
dóm og kristileg ffæði, hafa biðið útkomunnar með mikilli eptirvæntingu. Bók-
menntafjelagið ætlaði einu sinni að sýna rögg af sjer og hafði tekið að sjer að
gefa bókina út, en þegar á átti að herða, »hafði það ekki ráð á því« og frestaði
því útkomunr.i ár eptir ár. Og nú undrar það oss ekki, að fjelagið hætti við að
gefa þessa bók út, því að þessi bók er svo afarólík flestum eða öllum bókum,
sem það fjelag gefur út; munurinn er í fám orðum sá, að þessa bók mun hvert
íslenzkt mannsbarn lesa, þar sem það annars er venjan. að bækur Bókmfjelagsins
lítur enginn í, nema einstöku útvaldir fornfræðingar.1
Biflíuljóð síra Valdimars eru þegar kunn af einstökum kvæðum, sem áður
hafa prentuð verið, einkum í hinu ágæta riti þeirra vestan-prestanna, Sameining-
unni. Hjer verður þessa merkilega kvæðasafns að eins stuttlega minnzt. Hversu
snilldarlegur hinn ytri búningur efnisins jafnan er hjá síraV., er alkunnugt orðið
af sálmum hans; Island mun aldrei hafa átt meiri rímsnilling.
Hvað efnisvalið snertir, geta skoðanirnar orðið mismunandi viðvíkjandi eiu-
stökum kvæðum; en yfirleitt mun höf. hafa valið vel, einkum þegar þess er gætt,
að tilgangur hans er, að kvæðin sjeu jafnframt biflíusögur eða biflíumyndir í
ljóðum; af þvi leiðir, að margt verður að taka með, sem ef til vill hefur lítið
skáldlegt gildi, en hefur mikla þýðingu fyrir sögu Israels og guðsríkis. Frásögu
biflíunnar er víðast nákvæmlega haldið, þó ekki svo, að það hepti frelsi skáldsins.
Snilldin kemur ekki sízt fram í því, hversu nákvæmlega hann fylgir frásögn
hinnar helgu bókar og þó um leið færir viðburðina í íslenzk spariföt. Sjerstak-
lega kemur þetta ljóst fram, þar sem frásögn biflíunnar sjálf er í ljóðum, t. a. m.
»Sigursöngur Davíðs« og »Saknaðarljóð Davíðs«; þessi kvæði eru þó engin út-
legging; einkum síðara kvæðið er undurfagurt. Tiltölulega eru flest kvæði tekin
úr 1. Mósesbók og eru mörg þeirra meðal hinna fegurstu í bókinni, t. a. m. »Kain
og Abel«, »Leiðangur Abrahams«, »Hagar og Ismael«, »Sonarfórnin«. Af kvæðum
þeim, sem oss finnst öðrum fremur falleg, nefnum vjer enn fremur: »Gullkálf-
urinn«, »Kanaan«, »Bíleam«, »Móses á Nebó«, »Nóomí og Rut«, »Bóas og Rut«
(þetta kvæði hefur einkennilega íslenzkan blæ), »Svnir Ísaí«, »Musterisvígslan«,
1 Þetta er nokkuð djúpt tekið í árinni um fjelag, sem gefið hefur út margt af
því bezta, sem til er í íslenzkum bókmenntum. Skyldu engir nema forn-
ffæðingar líta í kvæði Jónasar, Bjarna, Jóns Thóroddsens o. s. frv., svo vjer
nefnum eitthvað? Oss virðist við eiga að segja við höf. líkt og Haraldur
konungur Sigurðsson sagði við Arnór jarlaskáld: Lofa þú svo einn, að þú
lastir eigi annan. RITSTJ.