Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 80
i6o prentaður, af því að tímaritið hætti allt í einu að koma út í desember síðast- liðnum. —- Á Þýzkalandi er og byrjað að gefa út afarmikið verk (um 30 arkir) um nýíslenzkan skáldskap (»Islándische Dichter der Neuzeit«) eptir bókavörð í innanríkisráðaneytinu í Vínarborg J. C. Poestion. Á það að innihalda lýsing á íslenzkum skáldskap frá því um miðju 16. aldar og eiga lýsingunni að fylgja rúm 100 sýnishorn af íslenzkum kvæðum í þýzkri þýðingu eptir höfundinn. Vjer höfurn sjeð fvrsta heptið af þessu verki og virðist það byrja vel, en annars bú- umst vjer við að geta seinna minnzt betur á það, er vjer höfum fengið það frá höf., sem hefur ráðgert að senda riti voru það til umtals. V. G. ÞÝÐINGAR ÚR ÍSLENZKUM RITUM. í hinu alkunna ritsafni »Reclam’s Universal-Bibliothek« hefur komið út þýðing af þrern sögum Gests Pálssonar (»Drei Novellen vom Polarkreis*) eptir M. phil. C. Kúchler. Það eru sögurnar »Vordraumur«, »Tilhugalífið« og »Grímur kaupmaður deyr« og eru þær nr. 3607 í safninu. Þýðingin er góð og frágangurinn snotur. Nokkrar af sögum Gests hafa og verið þýddar á norsku og kornið út neðanmáls í »Verdens Gang«. — í þýzka tímaritinu »Zeitschrift des Vereins fúr Volkskunde« (1896, 3.-4. h.) hefur komið út þýðing á ritgerð stra Þorkels Bjarnasonar »Fyrir 40 árum« (í Tímar. Bókmfjel. 1892) eptir froken M. Lehmann-Filhés. Þó er þetta ekki nema að nokkru leyti þýðing, því bæði hefur hún lagað efnið í hendi sjer og fellt sumt úr og eins bætt við fjölda fróðlegra athugagreina neðanmáls og í þeim meðal annars tilfært rnjög margt úr ritgerð Olafs Sigurðssonar í Ási (í Tímar. Bókmfjel. 1894) um sama efni, og enn fremur skotið inn nokkrum myndurn, er sýna port- bygging, spjaldavefnað og gamlan ísl. kvennsöðul. Er allt þetta prýðilega af hendi leyst eins og jafnan hefur verið með allt, sem birzt hefur frá hennar hendi. í »Verhandlungen der Berliner anthropologischen Gesellschaft« (1896) hefur hún og birt útdrætti úr ritgerðum í Árbók Fornleifafjelagsins 1895 (með myndum), — Hún hefur og þýtt nokkur íslenzk kvæði, þar á meðal kvæðið »Ásareiðin« eptir Grím Thomsen, og er að vanda vel gert. Þar hefur hún þó loksins flaskað á einu orði, sem hún virðist ekki hafa skilið, enda er það ekki að furða, því hvernig á maður að vara sig á því, að »vetrarbraut« þýði Milchstrasse á þýzku. V. G. NOllRÆNAR ÞjÓÐSÖGUR (»Scandinavian Folk-Lore, Illustrations of the Traditional Beliefs of the Northem Peoples«, London 1896) heitir bók, sem IV. A. Craigie, M. A„ kennari við háskólann í St. Andrews á Skotlandi, hefur gefið út. Er það allmikið verk: XX + 554 bls. Efnið er tekið frá öllum Norðurlönd- um, íslandi, Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð, og hver saga jafnan þýdd úr frum- máli hvers lands. Langmest er af íslenzku sögunum og eru þær sumpart teknar úr íslenzkum þjóðsögum (söfnum Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar) og sumpart tíndar sarnan hingað og þangað úr fornsögum vorum. Eru þar bæði goðasögur og sagnir um tröll og jötna, bergbúa og dverga, álfa eða huldufólk, húsvættir, vatnabúa, skrímsli, vofur og apturgöngur, galdrafólk og margt fleira. Er snilldarlega frá öllu gengið, smekklega valið, vel þýtt og niðurröðun ágæt, svo að bókin er jafnskemmtileg eins og hún er fróðleg. Aptan til í bókinni eru stuttar athugagreinir urn hitt og þetta og þar meðal annars getið, hvaðan hvað eina sje tekið, og að síðustu er gott registur, sem er mikils virði fyrir þá, er vilja nota bókina við vísindalegar rannsóknir. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.