Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 6
hreppsbúum til 4 ára í senti. Hans störf eru aðallega þau, að
vera vörður laganna, og gæta friðar; ennfremur dæma í öllum
smærri skuldamálum, sem næmu t. d. 200—300 kr. upphæð, í áfloga
og barsmíðamálum ofl. smámálum, sem fyrir kæmu. Ennfremur
að yfirheyra í öllum málum, hvers kyns sem eru, og taka fólk
fast, sem ákært er fyrir brot á móti lögum. Einnig gæta fanga,
meðan yfirheyrsla stendur yfir ofl. Alt auðvitað einungis innan
síns umdæmis (hrepps). Oft getur fyrirkomið, að alllangur tími
líði frá því, að fangi er yfirheyrður og fundinn sekur og þangað
til hann er dæmdur — en óþarft er að hafa fangann allan þann
tíma í fangelsi, — ef hann er ekki álitinn hættulegur lífi eða eignum
manna — heldur láta hann annaðhvort setja veð — ef hann er
efnaður eða fá sér ábyrgðarmann fyrir einhverri upphæð, sem venju-
lega er há, fyrir því að hann skuli ekki fara í burtu á millibilinu,
þó hann sé laus, heldur mæti sínum dómi, og sæti þeirri hegningu,
sem þar er ákveðin. Bandamenn hafa þessa ábyrgð afarháa, oft
svo skiftir tugum þúsunda dollara, og ef fanginn strýkur — sem
mjög sjaldan kemur fyrir — verður ábyrgðin að borgast, annað-
hvort af hans fé — eða ábyrgðarmannanna, eins og hver önnur
skuld. Féð gengur til ríkisins. Pessi aðferð sparar fangakostnað,
og er sérlega hentug, þegar dómarar eru strjálir, eins og lagt
verður til síðar. Eitt af störfum hreppstjóranna ætti að vera að
sjá um, að þessi ábyrgð væri fullnægjandi. Pá má ekki gleyma
að geta þess starfa, sem gefa mundi hreppstjórunum mestar
aukatekjur, sem sé það, að gefa fólk saman í borgaralegt hjóna-
band. Eg get búist við því, að innan skamms láti flest fólk á
Islandi gefa sig saman í borgaralegt hjónaband, sem er líka það
rétta. Kirkjulegt hjónaband er ekkert annað en marklaust form
eða siðvenja, sem tryggir hjónunum engan rétt, hvoru gegn öðru.
Pað gera lög landsins, og því er borgaralega hjónabandið eina
réttmæta hjónabandið. Póknun ættu hreppstjórarnir að fá úr
landssjóði fyrir að vera verndarar og gæzlumenn landslaganna
(a: gæta þess, að þau séu ekki brotin). Hreppstjórar eru nú á
öllu landinu 185 og svo þyrfti að bæta 5 við í kaupstöðunum, sem
hafa bæjarréttindi. Beir yrðu þá alls igo og ætla ég þeim öllum
sem þóknun úr landssjóði 20,000 kr. Pað verður til jafnaðar á hvern
rúml. 105 kr.
Skifta mætti þessu dálítið niður eftir íbúafjölda í hverjum-