Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 22
182 rúnar, sem átti Jón f’orsteinsson, en þeirra dóttir Snjálaug, móðir Eld- jáms prests á Möðruvöllum (d. 1725), föður Hallgríms prófasts að Hrafnagili (d. 1779), föður Þorsteins prests að Stærra-Arskógi (d. 1791), föður séra Hallgríms (d. 1816), föður Jónasar Hallgrímssonar, »lista- skáldsins góða.« Móðir Guðmundar Einarssonar var Bergljót, dóttir Jóns Tómas- sonar á Hömrum í Tungusveit, bróður Tómasar gullsmiðs í Ráðagerði, föður Þorgríms gullsmiðs á Bessastöðum, föður dr. Gríms Thomsens. — Bergljót, móðir Guðmundar, giftist síðar Einari Stefánssyni frá Sól- heimum í Blönduhlíð, bróður Þorláks prests á Undirfelli í Yatnsdal. Guðmundur Einarsson var fæddur á Starrastöðum í Skagafirði 27. des. 1823. Um æskuár hans vitum vér ekkert, nema faðir hans segir í æfisögu sinni, að hann hafi »kostað miklu til menningar honum«. Komst hann í Bessastaðaskóla og var þar samtímis skáldinu Benedikt Gröndal, og sagði Gröndal svo frá, að Guðmundur hefði þá þótt ein- hver beztur glímumaður í skóla, enda segir Einar faðir hans um hann, að hann hafi verið »vel knár og harðger«. í Bessastaðaskóla hefir hann líka sjálfsagt kynst séra Magnúsi Grímssyni, því sjá má af kvæðum Guðmundar, að þeir hafa verið vinir, og skrifast og kveðist á. Hve lengi Guðmundur var í skóla, vitum vér ekki, en heyrt höfum vér, að ástæðan til þess, að hann hætti skólanámi, hafi verið sú, að hugur hans hneigðist þá að verzlun. Hann kvað og hafa verið eitthvað við verzlun í Hofsós, en skamma stund mun það verið hafa, því rúm- lega tvítugur varð hann sýsluskrifari í Húnaþingi, og var það til dauða- dags, full 20 ár. Var hann þar fyrst skrifari hjá Birni sýslumanni Blöndal, því næst hjá Arnóri Árnasen, og þá settur sýslumaður eitt ár, er hann lézt, unz Kristján Kristjánsson tók við sýslunni. Hjá honum dó hann á Geitaskarði, nóttina milli 4. og 5. janúar 1865, rúmlega 41 árs gamall. Hann kvæntist aldrei, en 1860 eignaðist hann son, Valtý að nafni (ritstjóra Eimreiðarinnar) og hann arfleiddi hann að öllum eigum sínum, nema bókasafni sínu og handritum, sem hann ánafnaði hinu íslenzka Bókmentafélagi. Var það allmikið safn, sem hann mun mest megnis hafa erft eftir föður sinn, og er skrá yfir handritin prentuð í Handritaskrá Bókmentafélagsins. Hefir honum þótt geymsla þeirra tryggari hjá félaginu, heldur en hjá einhverjum óviðkomandi, unz sonur hans yrði fullvaxta, enda mjög undir hælinn lagt, hvort hann reyndist nokkur bókamaður, þar sem hann var þá enn fullkominn vonarpeningur á 5. aldursári. Kona, sem var samtíða Guðmundi og þekti hann vel. lýsir honum þannig: »Hann var meðallagi hár, þreklegur, herðabreiður, hrafnsvart hár, brún augu, frekar holdgrannur, mikið skegg, fjörlegur á fæti. Hann var gleðimaður mikill og söng vel, og sögufróður var hann mjög.« Hér við má því bæta, að hann var listakrifari, sem sjá má af handritum þeim, er eftir hann liggja; er rithönd hans óvenjulega fögur og skýr og þó jafnframt fjörleg, sem bendir á, að hann hafi líka skrifað hratt, og við það á faðir hans, er hann segir um hann í æfisögu sinni, að hann sé »manna fljótfæmastur við ritgjörðir.« Hann bætir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.