Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 7
167 hrepp. Fyrir öll sín störf fá þeir að auki borgun, eftir reikningi, frá hlutaðeigendum. Sú borgun ætti í mörgum tilfellum að vera ákveðin með lögum, líkt og t. d- og nú er fyrir verk lækna. Búast má við, að hreppstjórum — löggæzludómarar eða frið- dómarar væri líklega réttara nafn — fjölgi dálítið, bæði við fjölgun bæja með bæjarréttindum, og ef hreppum er skift í tvent, en landsjóðslauna hækkun til þeirra getur ekki vaxið, svo neinu verulegu nemi fyrir það. Laun þeirra eru mest innifalin í auka- tekjum. Ef þeir gjöra ekki neitt, fá þeir ekkert í aðra hönd; en fyrir það, sem þeir gjöra, fá þeir borgun frá hlutaðeigendum. I Bandaríkjunum fá þessir menn enga borgun af opinberu fé. í öllum bæjum mundu lögregluþjónarnir, sem bærinn hefur og kostar, hafa á hendi nokkuð af störfum hreppstjóranna t. d. taka fólk fast o. fl.; en störf þeirra í bæjunum yrðu allmikil fyrir það, og tekjurnar auðvitað að sama skapi. Ur því ég mintist á lögregluþjóna, þá væri ekki úr vegi að minna bæina á íslandi á það, hversu langt þeir eru á eftir sið- uðum mönnum í öðrum löndum í því að velja lögregluþjóna. Bæði hér í Ameríku og í öðrum löndum verða þeir menn, sem vilja gjörast lögregluþjónar, að vera bæði stórir og sterkir. feir mega ekki vera lægri en 5 fet og 11 þml. eigi léttari en 180 pund, og ennfremur verða þeir að vera reyndir að afli; og verða að standast það próf til að fá stöðuna. Manni dettur líka ósjálfrátt í hug fornir kappar, þegar lögregluþjónar ganga hér eftir götunum. Á íslandi hafa þessir menn, eins og kunnugt er, verið oft krafta- laus væskilmenni, sem hver meðalmaður gat hæglega farið með eftir vild, og enginn maður gat haft neinn beyg af, nema stórir hópar væru við höndina til hjálpar. Þessu þurfa bæirnir að kippa í lag, því bæði er það hlægilegt, að sjá lögreglumenn í bæjum, sem eru væskilmenni, - og svo eru meiri líkur til að t. d. druknir menn og pörupiltar óttist frekar manninn, ef þeir sjá, að þeir eiga ekkert erindi í hendurnar á honum, heldur en ef þeir treysta sér til að leggja hann ofan í einhverja rennuna. Islendingum er ekki svo aftur farið, að ekki séu til nægilega stórir og sterkir menn, sem fáanlegir • mundu í þessar stöður. Hér í Winnipeg eru 5 íslendingar lögregluþjónar. Næst á embættaskránni eru sýslunefndir. Þær gætu verið með alveg sama fyrirkomulagi og nú eru þær, yfirstjórn sýslunnar, og hennar sérmála. Kosinn 1 maður af öllum atkvæðisbærum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.