Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 5
Dálaglegur skildingur. Og þessu kastar fátæk þjóð og fámenn,
sem af öllum kröftum þarf að taka á til að hefja sig áfram á
framfarabrautinni, árlega til óþarfa. Eitthvað mætti gjöra til
þjóðþrifa fyrir 140 þús. kr. á ári. Og eruð þið ekki á sama máli
og ég um það, landar mínir og lesendur, að betur væri þessum
peningum ykkar varið til að hefja hana fóstru okkar upp til
vegs og frama, sjálfum okkur og niðjum okkar til hamingju og
blessunar en henda því í óþarfa embættismenn? Eg veit, að þið
játið þessari spurningu langflestir; en ég býst við, að þið um leið
óskið eftir, að ég skýri fyrir ykkur, hvernig þessi kostnaðarsparn-
aður megi verða.
Tillögur mínar í því efni ganga að nokkru leyti í sömu átt
og dr. Valtýs í ritgjörð hans, sem ég mintist á; en sá er aðal-
munur, að ég ætla að sníða alt stjórnarfyrirkomulag Islendinga
eftir stjórnarfyrirkomulagi Bandamanna, í hinum einstöku ríkjum
þeirra; en ekki eftir brezkum nýlendum, því brezkt stjórnarfyrir-
komulag kemst ekki þangað með tærnar, sem Bandamanna hefur
hælana.
Eins og gefur að skilja, er ekki hugsanlegt að hafa það í
öllum atriðum alveg eins, sérstaklega vegna þess, að hvert rík
Bandamanna hefur margfaldan fólkstjölda á við ísland, og þarf
þarafleiðandi að hafa fleiri embættismenn. Eg ætla þá þessu næst
að bregða upp fyrir ykkur, lesendur mínir, mynd af nýju stjórn-
arfyrirkomulagi, sem ætti að vera á íslandi, og er sniðið eftir
stjórnarfyrirkomulagi Bandamanna í ríkjum þeirra. Eg byrja á
lægstu stjórnendum, og held svo áfram upp stigann, þangað til
hann er á enda.
Sveitarstjórnir geta verið alveg eins og þær eru nú, og
haft sömu störf til að inna af hendi. Kosnar af sömu kjósendum
(hreppsbúum), en kosning ætti að vera þar sem annarstaðar leynileg.
Oddvitinn ætti að vera kosinn af öllum kjósendum, en ekki af
nefndinni sjálfri, eins og nú er. Eftir samkomulagi ætti hann að
vera launaður úr sveitarsjóði. Næst kemur hreppstjóri. Hann
ætti að vera óháður sveitarstjórninni, og ekki kjörgengur í hana,
meðan hann væri í því embætti.
Hreppstjórinn á að vera kosinn af öllum atkvæðisbærum*)
*) Eg þarf naumast að taka það fram, að ég tel sjálfsagt að kvenfólk hafi
alveg sama rátt til allra kosninga og karlmenn í öllum málum, ef það eins og
þeir borgar eínhverja upphæð — þó lítil sé — til almennra þarfa.