Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 10
kynna því, aö þennan mann hafi hann sett í þessa stöðu, og hann
sé nú búinn að veita honum stöðuna. Ef þingið*) hefur eitthvað
út á manninn að setja, og meiri hluti þess neitar veitingunni, þá
er hún ógild, og verður ráðherra þá aö tilnefna annan mann,
sem sótt hefur, og getur farið á sömu leið með hann, og svo koll
af kolli, þangað til ráðherra nefnir mann, sem þingið samþykkir
með meirihluta atkv. þegar þingið sker úr þannig löguðu máli,
þá er það gjört fyrir luktum dyrum. Sjaldan hefur komið fyrir
hjá Bandamönnum að mörgum mönnum hafi verið neitað af
þinginu, en í nokkurum tilfellum þeim fyrsta. Veiting þessara
embætta gildir um óákveðinn tíma eða meðan að yfirmenn þessara
embættismanna, stjórnin (ráðherrann og skrifstofustjórarnir, yfirmenn
samgöngu- og mentamála, ijármála, búnaðarmala o. fl.) hefur ekkert
út á þá að setja, og mennirnir rækja embættin, eins og henni
líkar. I Bandaríkjunum er oft skift um menn í þessum embættum,
þegar stjórnarskifti verða, þó ekki nærri' ætíð. Alt er undir því
komið, að emb.maðurinn séþað, sem hann á að vera. Ráðherrann
getur vikið þessum embættismönnum frá embætti í samráði við
meiri hluta þings, og færir fram ástæður — eins og með veitingu
— fyrir því.
Bingmenn eiga að vera kosnir til sama tíma og þeir embættis-
menn, sem áður hafa verið nefndir. Peir sitja þá tvö þing.
Skrifstofustjórarnir og ráðherrann ættu að vera þinginu óviðkom-
andi — eins og í Bandaríkjunum — Ráðherrann á að vera
skyldugur til að senda þinginu boðskap eða frumvörp um alt
það, er hann álítur að þurfi bóta við, og að betur megi fara og
getur hann fengið þingmenn til að flytja það fram fyrir þingið, en
alveg er það sjálfrátt, hvað það gjörir við þau frumvörp eða þann
boðskap. Stjórn og þing situr sinn ákveðna tíma (4 ár),
hvernig sem fer um þau mál. Til eru þeir, sem ef til vill,
vilja kalla þetta einveldi, og segja, að þetta sé ekki fijóðrœði, en
þegar betur er að gætt, þá trúi ég ekki öðru, en menn sannfærist
um, að þetta sé heppilegt fyrirkomulag, og Bandamenn brúkuðu
það ekki, ef ekki væri svo. I öllum þingum eru flokkar, og
stjórnin hefur venjulega einn. Par sem svokallað þjóðræði er,
*) í Bandaríkjunum er það efri málstofan, sem þetta er borið undir. Á
Islandi gjöri ég ráð fyrir, að ekki sé nema ein málstofa í þinginu, þeir konung-
kjörnu, sem halda við efri deild, falli alveg í burtu.