Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 36
196
Pað getur skeð, þó þoka verði
á þorranum bæði og góunni,
þegar hann frostið heldur herðir,
hann heiði af sér á nóttunni,
menn svo að fái mána að sjá,
í myrkum skýjum þó vaði sá.
Hætt er nú við, þó heiðríkt verði
í hvirflinum lengi fram eftir,
að á fjallstinda freðnum sverði
fjúka-bálkurinn sitji kyr,
og frá klepruðum klettum þar
kulda spúi o’ní hlíðarnar.
HESTAVÍSA.
Frár á skeiði rennur Rauður,
reyk úr moldar götum feykir,
reisir haus, en hvæsir nösum,
hélu-stokkinn hver er lokkur;
hófa-tökum hreyfir vakurt,
hörðu spyrnir grjóti og jörðu;
gneistar sindra úr steinum stundum,
steytta er lætur bryddum fæti.
HÚÐARKLÁRINN.
Tað er ei kyn um þennan klár,
þó hann verði latur;
hann er kominn á elli-ár —
orðinn hrafna-matur.
TJÓFADRAMB.
Tjófar sig af stuldum stæra,
er stela búnir eru að læra,
ljúga og þræta þvert um geð;
þó að ekkert annað kunni,
öðrum brigzla fákænskunni
og kannske eigin klækjum með.
VETRARKOMA.
Hvítnar fold, en flotnar
förum halda að vörum;
vetri kvíða ó-kátir
— kvaka hætta taka —
söngfuglar og svangir
safnast margir hrafnar
í bygð, en burtu lagðir
bana að forðast svanir.
Pungu veltir þangi
þéttum brim að klettum;
æðir hart um hauður
hríðin stinn, en inni
kvíða halir og tróður
hringa landnyrðingi
löngum og líka ströngum;
— lán er, ef hann hlánar.
Á SJÓFERÐ.
Svífur í lofti svalur blær,
sunna hverfur bráðum;
Ægir kulda hlátur hlær,
— hefur margt í ráðum.
Ófrýnn hrukkar ennið grátt,
ygldar brýrnar síga;
hvína lætur harla hátt
hrynur sævar gýga.
Mig hann leggur óvild á,
sem yr hann snörpum kili;
ætli’ hann mér af söltum sjá
samt ei aftur skili ?
Eða skal nú aldan blá
í sér græðgi seðja?
Tá mér dauðum auðnast á
Ægi og Rán að gleðja.