Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 66
226
að flytja, en aftók með öllu að gifta sig, og hver hinna veikst
líka undan því.
Svo kom þeim og móður þeirra saman um, að láta stúlkuna
sjálfa skera úr því. Og eitt kveld spurði móðirin hana uppi við
sumarfjósið, hvort hún ekki vildi flytja að Völlum sem eiginkona,
og stúlkan kvaðst til í það. En hvern af piltunum hún vildi þá
eiga, því hún gæti fengið hvern þeirra, sem hún vildi. — Ja, það
hefði hún alls ekki hugleitt. — Pá yrði hún nú að gera það, því
það væri komið undir henni. — Paö yrði þá líklega að vera sá
elzti. — En hann gæti hún ekki fengið, því hann vildi fyrir engan
mun kvongast. — IJá tilnefndi stúlkan þann yngsta En móður-
inni fanst það einhvernveginn svo hjákátlegt, að hann yrði fyrir
því, >hann væri yngstur.« — Pá þann næstyngsta. — »Pví þá
ekki þann næstelzta?« — »Ja, því þá ekki þann næstelzta?«
svaraði stúlkan; því það var einmitt hann, sem hún hafði altaf
verið að hugsa um, þessvegna hafði hún ekki nefnt hann. En
móðurina hafði altaf grunað, frá því að sá elzti bað sig undan-
þeginn, að hann hlyti að álíta, að hinum næstelzta og stúlkunni
litist vel hvoru á annað. Hinn næstelzti átti því stúlkuna og hinn
elzti flutti burt með honum. Hvernig jörðinni var skift, fékk
enginn óviðkomandi neitt að vita um; því þeir unnu saman sem
áður og hjálpuðust allir að að flytja heyið heim ýmist í þessa
hlöðuna eða hina.
Eftir nokkurn tíma fór móðirin að verða lasin; hún þarfnað-
ist hvíldar og þurfti því að fá aðstoð, og synirnir urðu þá ásáttir
um að ráða til sín stúlku, sem við og við var í vinnu hjá þeim.
Hinn yngsti átti að spyrja hana um það næsta dag, þegar þau
væru í hrísmó, því hann væri kunnugastur henni. En hinutn
yngsta hlýtur að hafa litist vel á stúlkuna í kyrþey, því þegar
hann átti að fara að spjalla við hana um vistarráðin, þá gerði
hann það svo ankannalega, að stúlkan hélt að hann væri að biðja
sín, og játaðist honum. Piltinum varð felmt við, gekk óðara til
bræðra sinna og sagði þeím, hve illa hefði tiltekist. Pá setti
hljóða alla fjóra og enginn þorði að rjúfa þögnina og verða fyrst-
ur til máls. En sá næstyngsti sá á þeim yngsta, að honum þótti
í raun og veru vænt um stúlkuna, og að það hafði gert, að hon-
um varð svo felmt við. Hann grunaði jafnframt, hvað ætti fyrir
sér að liggja, sem sé að verða piparsveinn; því ætti hinn
yngsti að gifta sig, þá gæti hann ekki gert það. Honum rann