Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 3
ekki tekist. P’jóðirnar hafa smám saman rifið hlekkina af sér, og
»afneitaðs konungum og keisurum, en tekið sjálfar að sér stjórn-
ina. Þaö stjórnarfyrirkomulag (lýðveldið) er það eina rétta; og
sú hugmynd, að svo sé, verður að grafa um sig hjá þjóðunum,
þangað til kóngar allir »komast í mát, og keisarar náblæjum
falda.s Pangað til öll stjórn í heiminum verður lýðveldisstjórn,
og fólkið fær að stjórna sér sjálft, en losnar við alla menn, sem
ganga með þá herfilegu ímyndunarveiki, að þeir séu fæddir til
að stjórna, eða séu skipaðir til þess af »guðs náð.«
Sjálfsagt blandast engum, sem til þekkir, hugur um það, að
Bandaríkin í Norður-Ameríku hafi það frjálslegasta og bezta stjórn-
arfyrirkomulag, sem til er í heimi, enda er stjórn þeirra fyrirmynd
heimsins. Sú þjóð er hvorki að rogast með valdalausa eða einvalda
keisara og konunga, með margar miljónir í laun. Nei. Hann hefir
einar ,S' 50000 (nál 185 þús. kr.) í laun, Bandaríkjaforsetinn, og ókeypis
bústað, meðan hann er forseti; eftirlaun engin, og ekkert handa
skylduliði sínu. Og þetta er þó atkvæðamesti þjóðhöfðingi heims-
ins, og þjóðin ein með þeim allra auðugustu. Pó launin séu ekki
hærri en þetta og þó forsetaefnin viti það, að þau geta ekki
orðið æfilangur landsómagi þjóðarinnar eftir að hafa slept embætti,
þá á samt þjóðin æfinlega völ á sínum beztu mönnum í forseta-
stólinn. Petta er aðeins sýnishorn af stjórnvizku Bandaríkja-
manna. Hagsýni og frelsi einkennir alt þeirra stjórnarfyrirkomu-
lag. Pau tvö höfuðatriði geta allar þjóðir af þeim lært. Par
á meðal eru Islendingar.
Og þetta tvent er vænlegasta ráðið til að auðgast að fólki
og fé. Ef íslendingar væru eins hagsýnir og Bandaríkjamenn, þá
mundu þeir ekki hafa jafnmarga óþarfa hálaunaða embættismenn,
og þeir hafa haft, og hafa enn. Sá maður af íslendingum, sem
mest virðist hafa til þessa fundið, og mest og bezt hefur um það
ritað, er dr. Valtýr Guðmundsson. Með hinni skörpu og ágætu
ritgerð sinni um sembættisgjöld íslands* í Eimr. XI, 1, og svari
sínu til próf. B. M. Ólsen’s í Eimr. XII, 1, sannar hann með
óhrekjandi röksemdaleiðslu, að Islendingar borga óhæfilega mikla
fúlgu til embættismanna, miðað við það, sem aðrar þjóðir verja
til sama, í samanburði við fólksíjölda. Pví miður virðist svo, sem
þessi ágæta hugvekja hafi ekki náð því tangarhaldi á hugum
íslendinga, sem hún hefði átt að ná, og nær á nálægum tíma.
Of fáar raddir frá alþýðumannastéttinni hafa heyrst, sem taka