Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 21
181 getur á staðið fyrir mörgum, að léttmetið verði þeim notasælla en kostafæðan. Obreyttur og mentunarsnauður alþýðumaður getur ekki ætíð haft full not af stórfeldum og háfleygum skáldskap, sem oft og tíðum fæst við efni og hugsanir, er liggur fyrir ofan og utan við sjón- deildarhring hans og verksvið. Hin léttu og einföldu ljóð alþýðuskálds- ins eru betur við hans hæfi. Þau skilur hann og af þeim hefur hann fulla nautn, þvl þau fást vanalega við efni úr hversdagslífi alþýðunnar, sem hann þekkir og ber fult skyn á. í’au hressa hann og fjörga í stritinu og deyfðinni, einkum ef þau eru dálítið hnittileg og kátínu- og gleðiblær yfir þeim — og lipurt og létt kveðin. Slík alþýðuljóð verða skjótt héraðsfleyg og eru lærð og kveðin frá kyni til kyns, löngu eftir að höfundar þeirra eru látnir — og með öllu gleymdir. Ljóðin kunna menn og kveða, en enginn veit um höfundinn. Þau hafa aldrei verið prentuð, en þau hafa lifað á vörum þjóðarinnar — bezta sönnunin fyrir, að þau hafa verið einhvers virði. Eitt af slíkum alþýðuskáldum var GUÐMUNDUR EINARSSON. Hann hefir nú blundað sem »liðið lík í leiði vallgrónu« í nálega hálfa öld og nafn hans mun nú gleymt af flestum. En mörg af ljóðum hans lifa enn á tungu þjóðarinnar, þó þau hafi aldrei verið prentuð. Þau kunna menn og kveða, mest í því héraði, þar sem hann ól aldur sinn, Húnavatnssýslu, og sum um land alt, eins og t. d. vísuna: »Kalda vatnið kemur mér upp.« En þó menn kunni ljóðin, vita líklega fæstir, hver höfundurinn er, og því síður sem lengra liður. Þar sem Eimreiðin flytur í þetta sinn nokkur sýnishorn af ljóð- mælum Guðmundar, þykir því hlýða að minnast nokkuð á manninn sjálfan, ætterni hans og æfiferil, að því er oss er kunnugt. Guðmundur Éinarsson var af góðu bergi brotinn. Faðir hans var hinn alkunni ritelju og fræðimaður Einar Bjarnason, lengstum á Mælifelli og Starrastöðum (f. 4. júlí 1782 að Uppsölum í Blönduhlíð, d. 7. sept. 1856 á Hömrum í Tungusveit). Hann ritaði sFræðimanna- tal«, mikið rit og merkilegt, og margt fleira, auk þess sem hann afritaði ósköpin öll eftir ýmsa aðra höfunda, og vann að því á nóttum og í frístundum sínum. Byijaði þó fyrst að læra að lesa og skrifa, þegar hann var á tvítugasta árinu, svirti þá að vettugi, þó honum væri bannað það«, segir hann sjálfur í æfisögu sinni, er hann hefir ritað framan við »Fræðimannatal« sitt. Hann var og skáldmæltur vel og hafði ort þrenna rímnaflokka, áður en hann var fermdur, en bóndi einn í sveitinni skrifaði þá upp fyrir hann rímurnar, með því hann kunni þá ekki enn sjálfur að draga til stafs. Þessari visu kastaði hann fram, er rætt var um reiðhest hans gamlan á efri árum hans: Hans er vinnan eftir ein: mín á hann að bera bein út um breiða velli burt frá Mælifelli. Faðir Einars var Bjarni Jónsson á Brúnastöðum í Tungusveit í Skagafirði, en foreldrar Bjarna voru Jón Bjarnason frá Neðri-Bakka í Miðfirði og Jófríður Hallgrímsdóttir, dóttir Hallgríms Péturssonar á Aðalbóli í Miðfjarðardölum, sonar Péturs Péturssonar, á Torfusstöðum í Miðfirði, bróður Hallgríms Péturssonar, sálmaskáldsins fræga, og Guð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.