Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 71
231 þess, að breyta hljómfallinu á 5. lagi. Hann hefði átt að breyta því þannig, að það væru alstaðar hálfnótur og 4/4 í takt, í stað s/4. Bragarhátturinn á sálminum er óreglulegur, þar sem daktýlar, trokear og jambar skiftast á, en lagið í jambiskum hætti. Ef lagið hefði verið skrifað »án hljómfalls«, o: með hálfnótum, hefði alt farið betur. Eins og lagið er útgefið, falla áherzlurnar þannig í 1. v. 4. 1. »svéinár prgst- ann’ o. s. frv. Að þetta er óhæfa, hlýtur hver maður að reka aug- un í. Að öðru leyti er frágangurinn á bókinni góður, og ættu sem flestir söngmenn að kaupa hana. Páll Egilsson SVANURINN. Kvæðasafn með einrödduðum lögum. Rvík 1906. (Bókav. G. Gamalíelssonar). Um kvæðasafn þetta, sem þeir Stgr. Thorsteinsson og Brynjólfur Þorláksson hafa safnað, er fátt að segja. Lögin eru flest gamlir kunn- ingjar, sem hafa verið sungin í barnaskólum síðustu 20 árin. Text- arnir eru og flestir áður kunnir, en einstaka þýðingar finnast þó, sem ekki eru útbreiðsluverðar. Textar og lag hafa farið og fara enn illa saman sumstaðar, t. d. nr. 32 og hefðu útgefendurnir ekki átt að halda sér þar við gamlan vana og gleypa það upp með öllu saman. Ef áframhald kemur af bókinni, vildum vér óska þess, að útgefend- urnir gæfu því betri gaum, sem vér höfum bent á. Annars á bókin skilið almenningshylli. Páll Egilsson. BJARNI JÓNSSON: LYGI. Alþýðufyrirlestrar I. Rvík 1905. Þessi örlitli ritlingur er hinn fyrsti af alþýðufyrirlestrum þeim eftir Bjarna frá Vogi, er getið var í síðasta hefti Eimr. (XIV, 67). Er mikill hluti hans þýðing á kafla úr siðfræði eftir Friðrik Paulsen, þýzkan háskólakennara. Er þar fyrst leitast við að ákveða, hvað lygi sé, og rakið, hve ljúga megi á marga vegu. Síðan er sýnt fram á afleiðingarnar, hversu lygin valdi almennri tortrygni, sé banvæn allri tiltrú manna í milli og hin mesta meinvættur og versti háski öllum félagsskap og félagskipun. Er henni líkt við »falska peningasláttu®. — »Af því að falskir peningar eru til, verða þeir réttu einnig grun- samir.« S. G. PÁLL BERGSSON: ÍSLAND OG AMERÍKA. Fyrirlestur. Rvík 1908. í fyrirlestri þessum er samanburður á lífskjörum íslendinga vestan hafs og atistan: loftslagi því, er þeir hafi við að búa, atvinnurekstri, efnahag og framtíðarvonum, menningarskilyrðum, hugsunarhætti, sið- ferði, trúarlífi o. fl. Og þegar hann er búinn að lýsa öllu þessu, kemst hann að svo látandi niðurstöðu: »Ég álít, að ísland hafi fullkomlega eins mikla kosti að bjóða og Ameríka, eins og nú til hagar, og það ennþá hafi svo mikið falið í skauti sínu, að það sé enn meira framtíðarland en hún. Að samt sem áður hafi íslendingar, sem vestur fluttu á fyrri árum, grætt við skiftin, en nú sé sú gróðavon á sandi bygð, fyrir þeim, sem hugsa til Ameríku- ferðar. Að íslendingar vestra hafi fengið sjálfstæðari og þrekmeiri hugsunarhátt, og að ísland á endanum fái bætta þá voðablóðtöku, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.