Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 26
r86
»karaktér« ég bezta fékk:
þeir dáðust að því mitti mjóa,
mjúku skinni á kinn og lófa.
Pegar ég reifuð rósaklúti,
sem röðulgeislar ljómuðu á,
stóð með brosi alein úti,
að mér sótti margur þá,
nefnilega af dönskum drengjum,
en drussum ei, sem voru á engjum.
Ei skal vera hugur hljóður,
hnoss óvænt í nánd kannske’ er.
Máttugur er guð minn góður
að gjöra hefðarkonu úr mér.
I morgun giftist Manga presti,
mig vona eg líka að einhver festi.
FRÁHVARF.
Úlf og ref mun ég aldrei sætta,
illra gef ég mig ei vætta
færi á;
en vilji þeir ekki hreðum hætta,
hundana læt ég tindilfætta
elta þá.
HREPPSTJÓRI HARÐRÁÐUR.
Reiðir upp sína regluskrá
reppstjórinn viður bændur smá,
ef að þeir ekki hlýða hans
hörðu boðum, sem yfirmanns;
svo þó lögvillur séu það,
sýslumanninn skal spyrja að,
fyrir undanbrögð þeirra og óskil
tóm
hvort ei skuli heyja féránsdóm.
RAUPSALDURINN.
Sextugir geta seggir flest,
sjötugir eru meiri;
áttræðir duga allra bezt,
þó ekkert sjái né heyri.
Pá sextugur ég orðinn er,
aldur þann ef hreppi,
í ófæruna marga mér
í munninum þá ég sleppi.
Og ef nokkrum yngri mér
örðugt fyrir verður,
segi eg: manna máttur er
mikillega skerður.
Fyrrum koma þorði eg þar,
þessu vanur skvaldri,
og þótti gaman, þegar ég var
þrítugur að aldri.
Fyrrum oft mér bauðst eins bratt,
— börn mér ei enn þá flíka. —
Og þú veizt, Jón, að það er satt,
— þú ert nú gamall líka.
SPOR Á GÓLFI.
»Grísaspor á gólfi mínu,«
Grímur sagði,
þá klerkurinn þangað
leiðir lagði.
KALDA VATNIÐ.
(Höf. gisti á kotbæ og hafði verið við
öl J bað hann um vatn að drekka, en bóndi
kvað hann lítt mundu hressast á því. Þá
kvað hann þessu vísu).
Kalda vatnið kemur mér upp,
kippir doða úr taugum;
verkir sjatna um hrygg og hupp,
hverfur roði af augum.