Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 2
78
manns á í eigu sinni, enda þótt sú vitund sé undirmeðvitund,
eða nokkurskonar kjallarabúi hugsunarinnar.
Draummynd Víga-Glúms birtist honum í konulíki. Pað er
ekki kynlegt, þegar þess er gætt, að hamingja fornmanna var
kvenkyns vera. En hví mundi varðhaldsveran vera kvenkyns í
þjóðtrú fornaldarmæringanna? Guðirnir vóru þó karlkyns, þeir
sem sköpuðu alla hluti og veittu atgervi og sigur. — Par sést
það, að hreysti-eiginleikar mannanna eru eignaðir guðunum, en
verndar-verurnar eru kvenkyns. Á þennan hátt sést hugsunar-
háttur fornaldarmannanna í skuggsjá goðafræði og trúar.
En fornmenn mundu ekki hafa hugsað sér hamingjuna í konu-
líki, ef konan hefði verið þvílík ambátt og svikakind, sem henní
er lýst í goðafræði og skáldskap Austurlanda-þjóða. Par eru alt
andar. Karlmannsgervið tekur þar yfir ósýnilegu verurnar. En
goðafræðin norræna skipar konunum það göfuga virðingasæti í
dularheiminum, að halda um þræði ástamála og örlaga.
Petta göfuga rúm mundu þeir ekki hafa skipað konunni, ef
hún hefði verið þeim lítilmótleg undirtylla heima fyrir.
Vér vitum það vel, hvaðan hamingjusamt líferni er sprottið.
Pað kemur eins og af sjálfu sér, þegar innrætið eða hugarfarið er
gott. Eti auðvelt er að spilla innrætinu, á sama hátt sem það er
ávalt auðvelt að rífa niður og umturna. Hitt er ekki jafnauðvelt
að bæta innrætið. Og þó er það hægt. En hver öfl mundu geta
mestu á orkað í því efni ?
Ef leitað væri svara þessa máls, mundu andsvörin verða mörg
og misjöfn. Fjöldi manna mundi að líkindum svara á þá leið, að
trúarbrögðin væru máttugust og bezt til fallin að bæta manngild-
ið. —■ Eg efast um það, að trúin sé þess bezt megnug. Eg held,.
að konan hafi bezt tæki til þess. Hún hefir helzt vald á barns-
sálinni. Og hún getur helzt náð tökum á mannshuganum, bæði tií
afvegaleiðslu — sem er auðvelt verk — og til handleiðslu og
framsóknar, þó að það sé erfið leið og öll í fangið.
Petta sáu fornmenn. Og þessvegna láta þeir varðhaldsver-
urnar vera í konugervi. Og þessvegna tölum vér um fylgjuna
mannsins, en ekki fylgi-anda. Pessvegna er draummynd Víga-
Glúms kona. Fornmenn vissu það, að konurnar græddu bezt sár-
in þeirra, sem féllu í valinn. Glúma er að vísu fáorð um það efni.
En fögur er þó myndin, sem hún geymir af Halldóru konu Glúms,
sem gengur út á Hrísateig og bindur um sár Pórarins, skæðasta