Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 7
83 þá er þú situr á tali við Itigibjörgu konungssystur«. »Hún var þá með hirð Ólafs kouungs og þeirra kvenna fríðust, er þá váru í landi.« »Kjartan svarar: »Haf ekki slíkt við.« En þó bað hann Bolla eigi að bera kveðju til Guðrúnar, fremur en annarra manna. Og það bar Bolli fyrir sig, þegar hann hóf bónorð við Guð- rúnu, en hún þvertók fyrir þann ráðahag; því að »engum manni mun ek giftast meðan ek spyrr Kjartan á lífi«. Bar tók hún af tvímælin um hug sinn til Kjartans. En áður kallaði hún það »góð tíðindi«, er Bolli sagði henni af orðtaki manna um kærleika Kjartans og konungssystur. Ett þó bætti hún þessu við: »Ett því at eins er Kjartani fullboðit, ef hann fær góða konu, ok lét þá þegar falla niður talit, gekk á brott ok var allrauð; en aðrir grunuðu, hvárt henni þætti þessi tíðindi svá góð, sem hún lét vel yfir.« En það er af bónorði Bolla að segja, að hann sótti það fast við Guðrúnu, en faðir hennar og bræður sóttu með honum róð- urinn og lét þá Guðrún undan á þann hátt, að hún þvertók ekki fyrir, en »var þó hin tregasta í öllu«. Kjartan kom út næsta sumar og segir sagan, að Guðrún hafi sagt við Bolla, að henni þætti hann hafa sagt sér ekki alt satt um útkomu Kjartans. Pó talaði Guðrún fátt til þessa efnis. »En þat var auðfynt, at henni líkaði illa; því at þat ætluðu flestir menn, at henni væri enn mikil eftirsjá at um Kjartan, þó at hún hyldi yfir.« Kjartani var og mikið niðri fyrir, þótt hann talaði ekki um. Hann vildi ekki fara til haustboðsins að Laugum; fór þó fyrir bænarstað föður síns. En stóðhrossin góðu vildi hann ekki þiggja að Bolla, og setti þar fyrir þvert nei. Pá skildu þeir frændur í styttingi, og nú var sá keimur kominn í ker, sem lengi eimdi af. Kjartan kvongaðist Hrefnu Ásgeirsdóttur þá um veturinn. Haustið eftir sóttu Laugamenn boð í Hjarðarholt, og varð þá Guðrún fyrir skapraun. Svo bar við, að kona ein ræddi um, hvernig skipa skyldi konum í sæti. Kjartan tók undir og mælti, að »Hrefna skyldi sitja í öndvegi og vera mest metin«. Guðrún hafði jafnan skipað það sæti áður, bæði í Hjarðarholti og annar- staðar. Guðrún lieyrði þetta, sem Kjartan mælti, leit til hans, brá lit, en svaraði engu. Sagan er fáorð um þessi efni. En hún gerir þó skýra drætti, og bregður upp glöggum myndum af Guðrúnu. Pessi litbrigði Guðrúnar og tillit, sýna hug hennar og hjarta og ást til Kjartans,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.