Eimreiðin - 01.05.1912, Page 9
85
sagði við Bolla: »Eigi muntu bera giftu til, at gera svá, at öllum
líki vel.« Pað var viturlega mælt; enda var Guðrúti vel viti borin.
En Guðrúnu var ekki rótt þennan dag, sem Kjartan var
veginn. Hún spann garn í ákafa og gerði mikið að.
Hún fagnaði leikslokunum, þegar Bolli kom heim um nón-
bilið, og þakkaði honum verkið.
En hverju fagnaði hún? Og hvað þakkaði hún?
Hún þakkaði Bolla fyrir það, að hann lét að bæn hennar;
»þykkir mér nú þat vitat, at þú vilt ekki gera móti skapi mínu«.
Pakklæti hennar snerist þá um þennan möndul.
En fögnuður hennar snerist um annan ás. Hún fagnaði því
— »sem mér þykkir mest vert, at Hrefna mun ekki ganga hlæj-
andi at sænginni í kveld«.
Þar sprakk blaðran. Ábrýðin logaði í hjarta hennar. Hún
þoldi ekki, að Hrefna nyti Kjartans — mannsins, sem hún sjálf
elskaði, þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt, sem borið hafði á milli.
Petta, að ráða banaráð elskhuga sínuml Vér skiljum það
varla, sem lifum núna, á öld kaffidrykkju og taugaveiklunar.
Okkur ofbýður grimd þeirrar konu, sem ræður þeim ráðum.
»En gætum þess, að eftir anda
aldar sinnar hvern skal meta.«
Pessa konu og aðra eins má ekki mæla með spannarkvarða
þeirrar kurteisi, sem kend er á hæverskum kvennaskóla, eða á
sætabrauðsdansleik.
Pá vóru hefndir hugstæðar hverjum manni og konu, sem
þóttist verða undir í viðskiftum sínum við náunga sinn. Flestir
menn og konur töldu það drengskapar skyldu sína, að koma
hefndum fram, í fornöld. Fólkið á þeim dögum hefndi sín, þegar
því mislíkaði stórum, og lét hefndirnar koma fram í blóðrás, sára-
fari og vígaferlum.— Nú drekka mennirnir kaffi og brennivín, þeg-
ar þeim er skapþungt og tyggja tóbak í ákafa. Munurinn er
mikill.
Annars er því líkt, sem einhver óhamingja hafi glapið sýn
þessum þremenningum: Kjartani, Guðrúnu, og Bolla. Pau eru öll
drengskaparmenn að eðlisfari, eftir því sem sagan segir frá þeim.
Kjartan var svo vinsæll í hirð Ólafs konungs, að hann átti sér
alls engan öfundarmann. Par sést drengskapur mannsitis, því að