Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 13

Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 13
89 ekki feilast. En þá vildi Sigmundur þó ekki drepa börnin. Peir brendu inni Siggeir konung að lokum, en buðu útgöngu Signýju. En þá vildi hún ekki lifa. Hún sagði Sigmundi þá, að Sinfjötli væri þeirra son. Sagan hermir orð hennar á þessa leið, er hún mælti við bróður sinn: »Nú skaltu vita, hvárt ek hefi munat Siggeiri konungi dráp Völsungs konungs; ek lét drepa börn okkur, er mér þóttu of sein til föðurhefnda, ok ek fór í skóg til þín í völvulíki, ok er Sinfjötli okkar son. Hefir hatin af því mikit kapp, at hann er bæði sonarson ok dótturson Völsungs konungs; hefi ek þar til unnit alla hluti, at Siggeirr konungur skyldi bana fá. Hefi ek ok svá mikit til unnit, at fram kæmist hefndin, at mér er með eng- um kosti líft. Skal ek nú deyja með Siggeiri konungi lostig, er ek átta hann nauðig. Síðan kysti hún Sigmund bróður sinn ok Sinfjötla ok gekk inn í eldinn . . .« Mig hrylti við þessari sögu, þegar ég las hana á barnsaldri, viðkvæmur og vitlítill. Nú hryllir mig ekki meira við henni, en hernaði Ólafs konungs Haraldssonar, sem kallaður var hinn helgi. Hann tók hernámi börn og konur í ríki Knúts konungs ríka, flutti fólkið í böndum á land og lét það gráta þar og veina um nætur, í þeim vændum, að vandamenn vesalinganna heyrðu til þeirra og keyptu þá lausa. Tveir menn í liði Ólafs konungs urðu til þess, að skera böndin af fólkinu og sleppa því lausu, og varð þá kon- ungurinn svo reiður, að hélt við voða sjálfan. Signý fann þó til þess, að hún hafði illa breytt. Hún sagði, að sér væri með engum kosti líft. Hún gekk inn í eldinn og brann með bónda sínum og hirðinni. Vesalings ógæfu-drotning! Hún vissi fyrir svik bónda síns við Völsung föður sinn og bað hann forða sér. — Og hún bað hann grátandi að láta sig ekki fara heim aftur til svikarans. — En Völsungur fór fram sínum ráðum og rak hana heim í eldraun- ina með þessum orðum: »Tú skalt at vísu fara heim til bónda þíns og vera samt með honum, hversu sem með oss fer.« Og hún hlaut að hlýða og búa saman við þann konung, sem hún hataði. Siggeir konungur drap föður hennar og sjö bræður—vann þá með svikum. Og hann drap um leið móðurást Signýjar og kær- leik hennar til barna þeirra. En sómatilfinning Signýjar lifði og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.