Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 16
92 til hennar komu og gerði að því engan manna mun. »Kvað hún sér þat mestan harm, at hún átti eigi Sigurð. Hún settist upp ok sló sinn borða, svá at sundr gekk, ok bað svá lúka skemmu- dyrumþút langa leiö mætti heyra hennar harmatölur. Nú er harmr mikill ok heyrir um allan bæinn.« Hún varnaði þá öllum mönn- um máls nema Sigurði. Hann fékk loks að tala við hana og fylgdu því samtali bæði ávítur og kveinstafir frá hennar hálfu. »En svá þrútnuðu hans síður, at í sundr gengu brynjuhringar.* Brynhildur gekk þá út, og settist undir skemmuvegg sinn og hafði margar harmatölur, kvað sér alt leitt bæði land og ríki, er hún átti ekki Sigurð. Nú kom hún ár sinni þannig fyrir borð, að Sigurður var drepinn í faðmi Guðrúnar. Hún vaknaði við óum- ræðilegan harm . . . og blés mæðilega öndinni. Pað heyrði Bryn- hildur og hló, en þó brá hún lit. Og nú var það fram komið, sem hún vildi: að Guðrún fengi ekki að njóta Sigurðar. Pá kom til kasta sjálfrar hennar að fylgja Sigurði á helveg; nú vóru hæg heimatökin. Hún þurfti ekki að metast við aðra um það verk. »Síðan tók hún sverð ok lagði undir hönd sér ok hneig upp við dýnur.« Nú var gert bál mikið á sléttum velli, að bæn Brynhildar og lagður þar á Sigurður Fáfnisbani. Brynhildur gekk á bálið, hel- særð, og brann þar með Sigurði, og var sverð brugðið milli þeirra lagt, samkvæmt bæn hennar. En frá Guðrúnu er það að segja, að hún grét Sigurð veginn með svo miklum trega, að gæsirnar gullu við í túninu, en tárin runnu niður á kné henni. »Síðan hvarf Guðrún brott á skóga, ok heyrði alla vega frá sér varga þyt, ok þótti þá blíðara at deyja.« En hún átti eftir ennþá langt líf og hörmulegt. Hún var gift nauðug Atla konungi, bróður Brynhildar, að ráði móður sinn- ar. Hann sveik bræður hennar og drap. En hún hefndi þeirra á þann hátt, að hún drap sonu sína og hans, blandaði blóði þeirra í drykk konungs, færði honum í hauskúpum þeirra og gaf hon- um að eta steikt hjörtu sveinanna. Síðan lagði hún konunginn í gegnum með sverði, en sagði honum áður, hvernig hún matbjó sveinana handa honum og blandaði drykkinn blóði þeirra. Guðrún vildi nú ekki lifa eftir þessi voðaverk. Hún tók grjót í fang sér, gekk til sjávar og fram í hann og vildi tapa sér. En sjórinn tók ekki við fórninni á þanti hátt, sem hún vildi. — Engin kona hefir látið eftir sig svo mörg spor og djúp í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.