Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 18

Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 18
94 Nú leggjast konur í móðursýki, sem verða fyrir þessháttar mótlæti, eða morna og þorna á annan hátt. En þá var öldin önn- ur, þegar Guðrúnarnar lifðu og þær Signý og Brynhildur. í*á snerust sviknar ástir í hefnigirni. Pessar konur eru þvílíkar bylgjur á hafi fornaldar-mannlífsins, sem breksjóarnir eru á rúmsjónum. En auk þess, sem þessar fornkonur æstust upp af tilfinning- um svikinna ásta, þá runnu og saman í hugum þeirra öldustraum- ar hefnigirni og metorðagirni. Brynhildur sagði við Guðrúnu Gjúkadóttur, þegar alt tilfinn- ingalíf þeirra var komið í logandi bál: Una mundi ég við minn hlut, ef ég ætti göfgari mann en þú. Par kom fram metnaður hennar, — hún treysti sér til að bera svikin öll og vélráðin, ef hún hefði borið úr býtum göfgari mann og meiri fullhuga, heldur en sá maður var, sem var frum- ver hennar og svarið hafði henni eiðana og hún honum. Guðrún Ósvífrsdóttir þoldi það verst, að Bolli væri minni maður en Kjartan, og hitt annað, að Hrefna nyti hans. Signý Völsungsdóttir og Guðrún Gjúkadóttir drápu börn sín, þau sem þær áttu með þeim mönnum, sem þær giftust nauð- ugar. Ástatilfinningum þeirra kvenna var misboðið á þann hátt. — Allar þessar konur vóru í raun réttri sviknar. Harmurinn, sem geisaði í hugum þeirra, var vakinn á þann hátt. Sá stormur reisti breksjóana upp úr hyldýpi hugans. En fleiri kraftar lyftu undir þá risaöldu. Andstæðir straumar mættust í því djúpi og runnu saman í risaboðanum og mögnuðu hann kyngikrafti. Pessir straumar heita: söknuður og tregi. Eg hefi nú dvalið um stund við breksjóana úti á rúmsjó. Eg ætla að fylgja þeim til lands. Peir brotna auðvitað, þegar þeir kenna grunns, eða reka sig á þverhníptan hamravegg, og láta þeir þá sjá til sín og heyra heldur en ekki. f*eir brotsjóar verða allra brotsjóa mestir. Vér sjáum í einn þessháttar brotsjó í Laxdælu, þar sem Guðrún lét vega Kjartan Ólafsson, en spann sjálf á meðan »tólf álna garn«. Vér sjáum samskonar brotsjó og heyrum til hans, þar sem Signý Völsungsdóttir og Guðrún Gjúkadóttir drepa börn sín —

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.