Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 19
95 og vinna alt til. sem þær gátu, svo aö hefndir kæmust fram á bændum þeirra, sem þær vóru giftar nauðugar. feir sviku feður þeirra og bræður og drápu þá. Og þær hötuðu þessvegna bænd- ur sína. En þær fundu til sektar sinnar, og þóttust hafa fyrirgert rétti sínum til lífsins. Alveg eins og aldan, sem brottiar á ströndinni og deyðir sjálfa sig. En mestur er þó þessi brimgnýr við helreið Brynhildar, og harmatölur hennar, áður en hún steig á bálið með Sigurði, vegn- um að hennar ráði. Brimhljóðið frá þessum æfagömlu brotsjóum mannlífsins — það heyrist enn þá gegnum aldirnar. Breksjóarnir þessir sjást enn þá eftir þúsund og ótal ár, heyrist enn þá og sést alt saman í fjarskanum og — nálægðinni. Frá Berlín. Landfræðisfélagið í Berlín er eitt af helztu félögum, sem til eru þeirrar tegundar, og elzt annað en landfræðisfélagið í Part's. Er þar einkum að minnast annarra eins manna og Alexanders von Humboldts, Karls Ritters, og Ferdinands von Richthofen. Var Richthofen forseti félagsins, þegar hann lézt, 1905, flestum harm- dauði. Hann var einn af helztu vísindamönnum Pjóðverja, braut- ryðjandi jarðfræðingur og aðalmaður hinnar nýu, vísindalegu landafræði, sem er mjög nátengd jarðfræðinni. En eftir dauða Richthofens skipar Albrecht Penck þar öndvegi og situr á kenn- arastóli hans í háskólanum í Berlín. Er Penck jafnframt einhver mesti ísaldarfræðingur, sem nú er uppi. Landfræðisfélagið er til húsa í höll einni í Vilhjálmsstræti, og á þar bústað betri, en flestir sem þá vísindagrein stunda. Er þar yfir 30,000 binda safn af jarðfræði- og landfræðibókum, og lögð fram öll helztu tímarit í þeim greinum. Er það býsn sem prentað er í mánuði hverjum og óskandi, að þar færi meir vit eftir vexti. En þó er víðast ver, en í þeim greinum. 7*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.