Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 26
102 Lífmagn þess er óþrjótandi og græðslu-hæfileikinn nærri ótakmarkaður. Æðanetið, sem um það kvíslast, getur tekið við nærri því helmingi alls blóðs í líkamanum, og hörundið fær staðist hin snörpustu umskifti hita og kulda. Á því eru um þrjár miljónir svitaholna, og á þann hátt fær það losað sig við óhrein efni. Enginn vökvi fær að vísu kom- ist gegnum hörundið að utanverðu frá. Flestöll meðul, sem borin eru á líkamann og menn halda að nuddist inn í hörundið, gufa upp áður við líkamshitann, eða menn draga þau að sér með andardrættinum, eða þau verka þá á ímyndanina sakir lyktar og litar. Þó eru hinir furðulegu eiginleikar hörundsins smáræði í saman- burði við taugakerfið. Það hefir verið reiknað út, að í heilanum væru milli níu og tíu miljónir frumla af ýmsri stærð og lögun, og þær eru þó ekki nema lítill hluti af sjálfum heilanum. Um allan líkamann kvfsl- ast þessir smágerðu lífssímar (taugarnar) og flytja boð viljans. Þótt undarlegt megi virðast, þá eru taugarnar afarslæmir rafaflsleiðarar. Sérhver hluti líkamans og sérhvert lfffæri hefir vist og ákveðið ætlunarverk. Jafnvel augabrýnnar hafa vissu starfi að gegna. Auk þess sem þær eru mikil andlitsprýði, þá koma þær í veg fyrir, að svitinn af enninu renni ofan í augun. Fínu hárin innan í nösunum eru til þess, að varna ryki og óhreinindum inn í nefið og ofan í lungun. Sumir halda, að eyrnamergurinn sé tóm óhreinindi, en það er öðru nær. Hann er mjög þarfur. Hann dregur í sig og heldur föstu ýms- um skorkvikindum og öðru, sem ánnars mundi berast inn í hlustina og valda ömurlegum óþægindum. Skordýr festa fætur í eyrnamergnum og er auðnáð burtu þaðan. Augnahárin eru til prýðis og hlífðar aug- unum. Hárið og neglurnar eru hér um bil mynduð úr sama efni og á sama hátt, þó að ólíkt sé á að líta. Neglurnar eru fingrunum til hlífðar, en hárið til að halda hita á höfðinu og hlífa hálsinum, ef það væri látið vaxa eins og vera ætti. Ekkert er gagnslaust. Ymsir kunna að ætla, að yfirhúð hörunds- ins, sem er algerlega tilfinningarlaus, og eins og dautt lag utan á lík- amanum, sé þýðingarlaus. Svo er þó alls ekki. Ef þetta lag dauðra frumla væri ekki utan á líkamanum, þá yrðum vér svo yiðkvæmir, að hvað lítil snerting sem væri, mundi valda oss miklum sársauka. Vér gætum jafnvel ekki þolað að vera í neinum fötum. Og þó væri ann- að enn hættulegra: oss væri háski búinn af allskyns blóðeitrun Af því að hörundið er klætt yfirhúðinni, þá þurfum vér eigi blóðeitrun að óttast, meðan hörundið er heilt og ósært. Það er ekki nema gat komi á hörundið, að hætta getur verið á, að eiturefni komist í blóðið þá leiðina inn í líkamann. En ef yfirhúðin væri engin, þá værum vér í sífeldum háska sakir blóðeitrunar, og mannkynið mundi upprætast af jörðinni á fáum mánuðum. EDINBURGH SCOTSMAN.1 1 Tekið í Eimr. úr »I,ögbergi« 9. marz 1911.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.