Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 28

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 28
hjá karlmönnum og enn fátíðari hjá konum; hefði hún eflaust getað komist langt í vísindum, hefði eigi margra ára stöð- ugt heilsuleysi lamað hana og hin seinni ár bannað henni öll störf. Hún hafði snemma, þegar í barnæsku, haft gaman af nor- rænum fræðum og las alt, sem hún náði í, er snerti Norðurlönd og norrænar bókmentir. í*á bar svo við, að bróðir hennar hafði eignast stjörnufræðisrit eftir Fearnley prófessor í Kristjaníu, og til þess að geta komist fram úr því, fekk hann sér danska orða- bók, þá fór systir hans að læra dönsku af miklu kappi og fekk sér kenslu hjá norskri konu í Berlín; varð fröken Lehmann-Filhés brátt svo vel að sér í dönsku, að hún ritaði og talaði málið á- gætlega. Þetta leiddi aftur til þess, að hún fór að kynna sér forn- germanskar og fornnorrænar bókmentir, og þá lá vegurinn beinn til íslenzkunnar. Pessa leið munu flestir þýzkir fræðimenn fara, sem áhuga fá á íslenzkum bókmentum. Nú lagði hún ekki minna kapp á að læra íslenzku, einkum nýja málið, en þar var nú örðugra viðfangs, orðabókaleysið og fleira til fyrirstöðu; þó lærði hún íslenzku svo vel, að ég efast um, að nokkur þýzkur fræðimaður hafi skilið nýja málið betur. Fröken Margrét notaði, eins og flestir útlendingar, »Pilt og stúlku« við námið, og kyntist þar í fyrsta sinn íslenzku sveitalífi, og hafði hún jafnan upp frá því sérstakt yndi af að rannsaka alt, er snerti alþýðulíf á íslandi. Frk. M. Lehmann-Filhés hafði eignast danska þýðingu á þjóðsögum Jóns Árnasonar og litlu síðar hið íslenzka frumrit; þá skrifaði hún Jóni Árnasyni til 1885 og spurði hann, hvort hann væri því samþykkur, að hún þýddi nokkuð af þjóðsögunum á þýzku. Jón var þá sjúkur og beiddi mig að svara fyrir sig, og hófust þá bréfaskriftir millum olckar, sem héldu stöðugt áfram í 24 ár, þangað til hún gat ekki lengur skrifað vegna veikinda. Við hjónin heimsóttum hana nokkrum sinnum í Berlín, og líka í Arn- stadt í Thúringen; þar átti móðir hennar sumarbústað, en systkin- in bæði bjuggu hjá móður sinni meðan hún lifði; þar bjuggu líka tvær systur gömlu konunnar. Á heimili sínu í Berlín átti fröken Margrét gott íslenzkt bókasafn og hafði líka dregið að sér ýmsa íslenzka muni; þar mátti sjá íslenzkan rokk og snældur, íslenzkar ábreiður, útsaum og aðrar hannyrðir, trafakefli, rúmfjalir og aska, spæni, sauðarvölur o. m. fl. Hafði hún mikla ánægju af safni sínu og bar það saman við svipaða muni annarra þjóða á hinum auðugu þjóðsöfnum í Berlín. Mikla ánægju hafði hún af því, ef

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.