Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 29

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 29
io5 íslendingar heimsóttu hana, sem til Berlínar komu, en þeir vóru sjaldgæfir gestir, nema helzt seinni árin, eftir að hún var orðin veik, svo hún gat ekki notið þess eins og hún vildi. Til Kaup- mannahafnar kom frk. Lehmann-Filhés nokkrum sinnum, og kynt- ist þar dr. Valtý Guðmundssyni og fáeinum öðrum Islendingum. Árin 1889 og 1901 gaf. frk. M. Lehmann-Filhés út úrval af Pjóðsögum Jóns Árnasonar í tveim 'bindum, og var þýðingin að allra dómi mjög vel af hendi leyst; nokkru síðar lét hún prenta þýðingar íslenzkra kvæða (Proben Islandischer Lyrik. Berlín 1894) eftir þjóðskáldin með æfiágripum þeirra, og var það líka vel gert. Ýmislegt fleira þýddi hún af íslenzkum kvæðum, sögum og ritgjörðum og er það á víð og dreif um tímarit og blöð. Það sem þó helzt mun halda minningu hennar á lofti, eru ritgerðir hennar um íslenzka þjóðfræði, sem hún sérstaklega lagði stund á, um lifnaðarhætti Islendinga, alþýðutrú, venjur og íþrótta-iðnað; í þýzkum þjóðfræðis-tímaritum eru margar ritgjörðir og greinir eft- ir hana um þessi efni. Auk þess þýddi hún margt í þeirri grein, ritgjörðir eftir Ólaf Davíðsson, Brynjúlf Jónsson frá Minnanúpi, síra Porkel Bjarnason, Ólaf Sigurðsson í Ási o. fl. Sumt af þessu hefir eigi verið prentað á íslenzku, en verið þýtt eftir handriti höfundarins, t. d. ritgjörð Ólafs Davíðssonar »um íslenzka galdra- stafi og galdrabækur* með mörgum myndum. Einnig hjálpaði fröken Margrét dr. Max Bartels, nafnkunnum þýzkum þjóðfræðingi, um margt, er Island snerti, og er því ýmislegt í ritum hans um íslenzka þjóðtrú og venjur. I ritgjörð, sem M. Bartels hefir samið >um íslenzkar venjur og þjóðtrú, er snerta afkvæmið«, hefir hún með aðstoð ýmsra Islendinga safnað mestöllu efninu. Um íslenzkan spjaldvefnað gaf frk. Lehmann-Filhés út merki- lega bók »Ueber Brettchenweherei". Berlín 1901, 40; það er allstórt rit, skrautlega útgefið, með 82 myndum. Konan mín benti henni fyrst á íslenzkan spjaldvefnað og í Höfn sá hún hjá konu dr. Valtýs spjaldofin bönd; þótti henni vefnaður þessi afarmerki- legur, sérstaklega er hún hafði fundið að hann hafði mikla út- breiðslu að fornu og nýju víða um heim; rannsakaði hún þetta alt út í hörgul með tilstyrk ýmsra vísindamanna og ferðamanna í Berlín. í Eimreiðinni reit hún sjálf grein áíslenzku um spjald- vefnað (1898, bls. 135 —140). Pað var mjög sorglegt og mikið tjón fyrir íslenzk þjóðfræði erlendis, að fröken Margrét varð vegna veikinda að hætta rit-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.