Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 34

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 34
IIO fyrir landið, að hafa fulltrúa í ríkisráðinu, en Jón Sigurðsson áleit, að það væri svo mikill hagur fyrir Island, að við mættum með engu móti án þess vera; við yrðum að hafa þar íslenzkan ráð- herra eða mann með ráðherravaldi, og hann krafðist því þess sem réttar fyrir ísland. Pegar skoðanirnar á þessu atriði eru svo gersamlega andstæðar hvor annarri, virðist sannarlega vert fyrir íslenzka kjósendur að krefjast þess, að ekki sé flanað að úr- lausn þessarar spurningar. Pegar öðrumegin stendur mesti stjórn- sþekingurinn og ósérþlægnasti œttjaróarvinurinn, sem Island nokkurntíma hefir átt, með sína skoðun, en hinumegin þeir póli- tísku leiðtogar, sem síðustu árin hafa verið að berjast um völdin, með gagnstæða skoðun, þá væri ekki ónáttúrlegt, þó tvær grímur færi að renna á suma, og þeir kynnu að fara að efast um, bæði að núverandi leiðtogar vorir hefðu hugsað málið eins djúpt og rækilega, eins og Jón Sigurösson, og að hvatirnar hjá þeim væru eins hreinar, eins og hjá honum. Að minsta kosti ætti þetta að vera íslenzkum kjósendum næg ástæða til að heimta málið gagn- skoðað, og skoðun Jóns Sigurðssonar hrakta betur, en hingað til hefir verið gert, áður en þeir færu að ljá skoðun nútíðarleiðtog- anna fult fylgi sitt. Pví líklega verður þó erfitt að telja mönnum trú um, að Jón Sigurðsson hafi verið að reka erindi Dana eða haft hag þeirra og velþóknun fyrir augum, þegar hann var að krefjast þess, að Island hefði fulltrúa með ráðherravaldi í ríkis- ráðinu? Nei, sannleikurinn er víst sá, að Jón Sigurðsson sá hér, sem oftar, dýpra og lengra fram, en nokkur af nútíðarleiðtogum vorum hefir hugsað. Hann sá, að með því að hafa stöðugt full- trúa í ríkisráðinu, búsettan í Khöfn, þá var ekki unt að ráða einu einasta islenzku máli til lykta, án þess að ísland hefði sitt at- kvæði um það. Fulltrúinn væri sýnilegt tákn þess, að ísland hefði aldrei slept tökum á fullveldi sínu, heldur ætti stöðuga hlutdeild í fullveldi veldissambandsins með atkvæði fulltrúa síns. En ætti Island hinsvegar engan fulltrúa í ríkisráðinu, eins og nútíðarieið- togar vorir vilja, þá fengi það heldur ekkert atkvæði í hinum sam- eiginlegu málum sínum, og gæti engin áhrif haft á úrslit þeirra. Meðferð þeirra væri þá algerlega falin Dönum — og ísland hefði þar með selt þeim í hendur að fara einir með fullveldi þess, án nokkurrar hlutdeildar frá íslands hálfu. Pað var þetta, sem Jón Sigurðsson vildi forðast eins og heitan eldinn, og væri máske

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.