Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 35

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 35
111 ekki úr vegi fyrir íslenzka kjósendur að íhuga, hvort rétt mundi að álíta hann landráðamann fyrir það. IV. SAMNINGSAÐILAR UM SAMBANDIÐ. I Eimr. XVII, 214 var sýnt fram á, að þó Jón Sigurðsson hefði haldið því fram, að sambandið eftir Gamla-sáttmála hefði aðeins verið við konunginn, þá hefði honum verið ljóst, að svo gæti sambandinu ekki orðið hagað nú, þegar konungsstjórnin væri orðin þingbundin og vald konungs því hverfandi í samanburði við það, sem það var fyr á öldum. Pessvegna dygði ekki að byggja á Gamla-sáttmála í sinni fornu mynd, heldur yrði að gera nýjan sáttmála í líkum anda, en þó með þeirri tilbreyting, sem ástand vorra tíma krefði (Andv. I, 27). Og með því vald sambands- þjóðarinnar væri nú ekki lengur í höndum konungsins eins, held- ur í höndum ábyrgðarstjórnar og fulltrúaþings, þá yrði að gera hinn nýja sáttmála við þjóðina sjálfa eða fulltrúa hennar, með frjálsu samkomulagi og fullum atkvæðisrétti beggja þeirra veldis- hluta, er í sambandinu ættu að vera. I þessa sömu átt stefna ýms ummæli í bréfum Jóns Sigurðs- sonar, þar sem hann hefst handa gegn þeirri skoðun (sem ekki er enn aldauða), að Islendingar þurfi ekkert við Dani að eiga í samn- ingum sínum, heldur einungis við konunginn, eins og í gamla daga (á 13. öldinni). Hann bendir á, að ekki verði hjá því kom- ist, að semja líka við ríkisþing Dana og fá samþykki þess. Hann er og á því, að seinna meir muni að því reka, að íslendingar muni álíta sér hag í því, að eiga fulltrúa á ríkisþinginu. Af slík- um ummælum skulu hér tilfærð þessi: (1870) »Þá er nú þessi óttalega naívítet í Ganglera, að vilja láta konung vera alvaldan og skipa Dönum, hvernig peir eigi ab fara meb okkur.i MJS. 496. (1870) »Ved Islands Fremskridt, som vi alle haabe paa, vilde Landets Interesser blive mere flersidige, og derved vilde det uden Tvivl befindes at vœre nyttigt, at have Reprœsentation i Rigsdagen. Det vilde da naturligvis ikke falde nogen ind, at forlange Spörgsmaalet om denne Repræsentation og Islands eventuelle Deltagelse i de almindelige An- liggender afgjort uden Rigsdagens Samtykke, men det maatte kunne ordnes efter en Overenskomst mellem Altinget og Rigsdagen.« MJS. 509 — 10. (1870) »Hvis Rigsdagen maatta finde det nodvendigt, at vedtage en Reservation med Hensyn til Rigsdagens Samtykke til Islands even- tuelle Deltagelse i de almindelige Anliggender eller Fcelles-Sagerne, da 8*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.