Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 41

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 41
ii 7 sem hann skoðaði sem undirstöðu og lykil alls annars, En það væri nóg eftii í sérstaka ritgerð, sem verður aö bíða betri tíma. Hér hafa þau atriðin verið látin sitja fyrir, er að meira eða minna leyti snerta þau mál, sem enn eru efst á dagskrá þings og þjóð- ar -— ef einhverjum skyldi sýnast, að hníga að fótum meistarans og læra af honum. y q Mansöngur til æskustöðvanna. Pú æsku minnar unaðstigna land! Pú æfintýra, ljóða og sagna þjóð! við þig skal tengt vort trausta ástarband, og til þín leita öll vor kærstu ljóö. Pví hvað mörg sem vér lítum löndin fríð, þú ljómar æ sem norðurstjarnan skær. Oss laðar mál þitt ljúft, en sterkt að hlíð, þars lækjarfoss og Gljúfri saman hlær. — í norðursævi út við íshafsrönd þú eyjar-drotning stjórnar hraustum lýð, því sjóli þinn, hann sigldi í fjarlæg lönd, að sækja lýsigull í fornri tíð. En nær mun, drotning, koma kóngur þinn og klakaströngla bræða úr haddi þér, og strjúka heitri hönd um föla kinn, svo horfinn roði aftur skili sér. Pú hefir lengi harmað ástvin þinn og heim ’ann þráð um margra alda bil. Pú veizt hann kemur aftur eitthvert sinn — en ekki hvenær — lands og ríkis til. Pá færir hann þér nýjan skrúða og skart og skæran roða og leysir klakavöf. — Pá ljósgull mun þér ljóma á hendi bjart, sem Leifur hepni sendi að minnisgjöf. —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.