Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 44
120
Úr norðurljóssins leifturheima flaum
með ljósi augna töfraneista eg dró,
og fimbulrödd frá fossa reginstraum
varð fangi minn, er eyra þungt hún hló.
Eg mána og stjörnur bað um blikljós sitt,
og blossa þess í hjarta mér ég fann. —
Pá leiddi' eg alt það afl í bandið mitt,
og undravald í hverri taug þess brann.
Ég gekk í hóla og björgin blá og köld
og brúði álfa heitan koss ég gaf.
Að launum fékk ég rúnum ristan skjöld
úr rauðagulli á band mitt, er ég svaf.
Með dvergum lék ég dátt í steinum grám,
þeir demantshringum skreyttu bandið mitt.
Ég beygði kné mín blájöklinum hám,
í bandið flétti ’ann töfravaldið sitt.
Ég gekk um heiðar, hraun og kletta og fjöll,
og hitti drauga og útileguþjóð
og vættir dalsins, vofur hamratröll,
þeim vilta lýð ég flutti bernskuóð,
Pá hýrnaði yfir hrottum myrkur-kvelds —
þeir hreyfðu loppum bandsins þáttum að,
en strenginn flugu um neistar alda elds
frá óralöndum mér að hjartastað. —
Ég gaf því bandi alt, sem augað leit,
og um mig dreymdi í lofti, jörð og sjó,
unz ekkert járn þann undrastreng minn beit,
og enginn slítur nema dauðans kló. —
í ókunn lönd með töfrateygju úr sveit
það teygðist meir, þess fjær sem henni eg bjó,
En stöðugt heim að æskuára reit
það í mig togar sterku valdi þó.
*
* *