Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 45

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 45
I 2 I Pú æskubygð míns unaðstigna lands, sem æfintýrin gafst mér holl og góð, haf ástarþökk! — mér unn þú handabands, er yfir höf ég rétti þessi ljóð. — Eg veit mitt handtak færir smáa frægð, og fögrum búning ljóð mín eru ei skrýdd. En íslenzk er mín hönd og móðurmægð, þótt mögur sé og fáum baugum prýdd. — Á bænum mínum leikin var sú list, að lesa sögur vetrarkvöldum á. þá æfintýrin æskusál drakk þyrst og undrasagnir liðnum tímum frá. — I huga mér um himindjúpin löng við hlið á Klaufa reið ég stjarnaveg. Um nafna minn og hann ég söngva söng— Peir Svarfdælingar vóru eins og ég! Og rúnir þær í sagna sæg og óðs, er sendi Urður Verðandi að gjöf, þær frónskum anda eru máttur ljóðs, og auður sá, er fylgir oss um höf. — Úr brunni þeim einn lítinn mæli ljóðs ég leyfi mér að fylla, og bergi á, er tómstund gefst að tvinna þræði óðs á tímans rokk, um haustsins kveldin blá. Pú unaðsríka ylmál barna lands, sem æfintýrin gafst mér holl og góð, haf ástarþökk! — mér unn þú handabands. er yfir höf ég rétti þessi ljóð. — Frá hvirfli táar til, þú Frón, átt svein, að tigna þig og elska er sæla mín. Og ég get kyst þinn kalda jökulstein, sem kæru, fögru sumarblómin þín! þORSTEINN f'. fORSTEINSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.