Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 48

Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 48
124 hafði hann líka lent í. Pað var ekki mikið aö gjöra í þorpinu okkar, en þó nægðu afrek Jakobs til að fylla út slórtíma fullorðna fólksins og gefa okkur krökkunum vaxtarhug. Pegar hann á morgnana gekk ofan í fjöru, með loðnu bring- una bera sumar og vetur, var sem stórskip með fullum segl- um sigldi fram hjá gluggaholunum, með allar heimsins undarleg- ustu hugmyndir í varrsímanum. Alt það, sem í tugi ára hafði hent ungu mennina í þorpinu á langferðum þeirra — og meira til — safnaðist á einhvern undarlegan hátt saman hjá Kobba. Pegar hákarlarnir átu »kokkinn« niður í Suðurhöfum, þá var það hann, sem hljóp fyrir borð með hnífinn á milli tannanna, stakk sér beint í miðjan hópinn og lét svo sveðjuna ganga, þang- að til víkin bak við kóralskerið var orðin full af blóði. Pað var líka hann, sem Pómare drotning tók höndum, og sem svo varð að vera maðurinn hennar í mörg ár, og ríkja yfir heilli eyju, morandi af mannætum. Hún gekk aldrei í öðru en dýrindis tató- veringum, og át börnin sín sjálf, jafnskjótt og þau vóru orðin þriggja eða fjögra vikna — svo það var heldur en ekki félegur félagsskapur, sem hann þar hafði lent í! Jú, Kobbi gamli hafði kannað ýmislegt um æfina! Hann vissi af eigin reynd, hvernig það var að stranda við klettaströnd Suðurameríku og vera bjarg- að af »kúsveinum« (cowboy’s) með löngum slöngvivöðum, — og það var líka hann Kobbi, sem hamingjan hjálpaði til að stýra knerrinum gegnum svelginn, þar sem veraldarhafið steypist niður í undirdjúpin. Enginn vissi meira um ferðir hans, en það sem hann sjálfur sagði frá, þegar vel lá á honum — En það var líka nóg. Kobbi gamli var ekki af því tæginu, sem eru að vitna til vitundarvotta, leyfa um- ræður, eða láta véfengja sig — alt þessháttar var óhugsandi gagn- vart honum. Hann hafði mælt — og þá var það svona; jafnvel hið allra ótrúlegasta varð að hversdagsviðburðum í frásögu hans. Var það þá ekki náttúrlegt, að allra hugir beindust að Kobba gamla, meðan gamla skútan lá og drakk í sig sjó undir grjót- farminum þunga?—-hann gat siglt henni til Pýzkalands, jafnhæg- lega eins og að bíta sér tóbakstölu. En enginn dirfðist að irína að því við hann — ekki einu sinni með því að depla til hans augunum. Andreas var nú einusinni ekki neitt herskip! En einn morgun skeði alt af sjálfu sér. Pað var eins og blessaður blundurinn hefði komið því til leiðar — eins og svo ó-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.