Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 53
129
En þó vér Islendingar í fyrstu værum í litlu áliti hjá alþýðu
manna hér í landi, þá breyttist það smátt og smátt til hins betra,
þegar fram libu stundir. Pví hinir fyrstu íslenzku innflytjendur
sýndu það fljótt, að þeir vóru duglegir og úthaldsgóðir verkmenn,
starfsamir og friðsamir, og þess vegna ákjósanlegir borgarar. Á
hinum fyrstu frumbýlings-árum sínum áttu þeir lítinn kost á að
sýna hérlendum mönnum. að þeir einnig höfðu mikið andlegt at-
gervi til að bera; en ekki leið þó á löngu, áður en hinir yngri
menn meðal þeirra fóru að leggja stund á skólanám, þó efni
væri lítil og ástæður allar næsta erfiðar, fóru að ryðja sér til
rúms, taka þátt í landsmálum og komast í ýms embætti og opin-
berar stöður. Og kom þá brátt í ljós, að þeir stóðu ekki (hvað
andlega hæfileika snerti) að baki neinum af hinum þjóðflokkunum,
er til landsins fluttu, og vóru jafnvel með þeim allra fremstu sem
námsmenn. — 1 fyrstu vóru þeir auðvitað fáir, og að eins þeir,
sem gæddir vóru frábærum kjarki og hæfileikum, er ruddu sér svo
til rúms, að innlendir menn fóru að veita þeim eftirtekt, fóru að
dást að þeim og bera meiri virðingu fyrir Islending yfir höfuð.
Og einn þessara ungu manna, sem með frábærum gáfum, mann-
kostum og atorku stuðluðu að því, að koma þjóðflokki sínum í
gott álit meðal hérlendra manna, var MAGNÚS lögmaður BRYN-
JÓLFSSON.
Magnús var fæddur að Skeggstöðum í Svartárdal í Húna-
þingi 28. dag maímánaðar 1866. Faðir hans er Brynjólfur
Brynjólfsson, Magnússonar, bónda að Starrastöðum í Hegra-
nesþingi, Magnússonar. Móðir Brynjólfs Magnússonar var Guðrún
dóttir Stefáns bónda að Skatastöðum í Austurdal, og konu hans
Sólborgar Bjarnadóttur frá Skjaldastöðum í Öxnadal. (Afkom-
endur þeirra hjóna, Stefáns og Sólborgar, eru þeir síra Sigurður
í Vigur á Isafirði og Stefán Stefánsson skólastjóri gagnfræðaskól-
ans á Akareyri.)
Móðir Magnúsar lögmanns var Pórunn dóttir Ólafs bónda
Bjarnarsonar að Sellandi í Blöndudal. Móðir Ólafs var Pórunn
Helgadóttir, bónda í Pverárdal, og alsystir Árna Helgasonar að
Fjalli í Sæmundarhlíð, föður Sigþrúðar móður Jóns Porkelssonar
fyrrum rektors í Reykjavík. En móðir Pórunnar (móður Magnúsar
lögmanns) var Sigríður Henriksdóttir hálfsystir Henriks föður
Jóns á Helluvaði í Norður-fingeyjarsýslu.