Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 57
133
bók; sumar bækur lásum við svo oft, að við lærðum ósjálfrátt
langa kafla utanbókar.
Ég man eftir því, að Magnús hafði um þessar mundir sérlegt
yndi af að lesa Ilíons-kviðu (þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar í ó-
bundnu máli) og Örvar-Odds drápu eftir Ben. Gröndal. Hann
kunni heila kafla úr þessum bókum, einkum úr Örvar-Odds drápu.
Honum þótti íslenzkan á Ilíons-kviðu svo hljómfögur, og líkingar
Hómers svo merkilegar. Og hann dáðist að hinum sterku skáld-
legu tilþrifum, sem svo víða koma í ljós í Örvar-Odds drápu. -—
Mér er enn í minni, hvað hann (drengur fyrir innan fermingu)
bar skörulelega og snildarlega fram ýmsa kafla úr þeirri drápu.
Einkum þótti honum mikið varið í síðari hluta áttunda kvæðisins,
þar sem sagt er frá viðureign þeirra Vignis og Ögmundar, og
Odds og Ögmundar. Hann lagði sérstaka áherzlu á þessi vísu-orð:
»En rétt sem ofan rauk hann fyrir bjarg,
með rammri hendi í kampinn Oddur náði.«
og
»Á því hélt Oddur, sem hann gildur greip.«
Éað var snarræðið, karlmenskan, hugprýðin, og það, að láta ekki
hlut sinn, sem Magnús dáðist svo mjög að, strax á unga aldri,
því hann var sjálfur gæddur þeim eiginleikum í fylsta mæli.
Éað var þarna austur í hinum hrikalegu frumskógum í Nýja-
Skotlandi, að Magnús Brynjólfsson kyntist hinu bezta og kjarn-
mesta, sem til er í íslenzkum bókmentum að fornu og nýju, og
það var þar, sem hann nam íslenzka tungu af þeim höfundum,,
sem hana hafa ritað með mestri snild, eins og þeim Jónasi Hall-
grímssyni, Benedikt Gröndal og Sveinbirni Egilssyni. Enda talaði
Magnús eins hreina íslenzku og margur, sem verið hefir við nám
á íslandi. En á síðari árum, eftir að hann var orðinn lögmaður,
var honum tamara og eiginlegra að mæla á enska tungu, eins og
eðlilegt var. Samt unni hann íslenzkunni altaf, og þótti hún fög-
ur. Og Islendingur vildi hann altaf vera.
Heimilið, þar sem Magnús ólst upp, var eitthvert hiö helzta
í nýlendunni, því þrátt fyrir fátæktina var einhver rausnar-blær á
öllu þar, eitthvert höfðingja-bragð, sem minti mann á hin fornu
höfuðból á Islandi. Heimilislífið var hið ákjósanlegasta. Ég hefi
aldrei á æfi minni orðið var við einlægara né frjálslegra samkomu-