Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 59

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 59
i35 og drengir alment gjöra, hvorki í skólanum né heima hjá sér. Reyndar vóru frístundir fáar, meðan við gengum í skólann. I kringum skólahúsið var fremur blautt — það stóð spölkorn frá aðalveginum, sem lá í gegnum nýlenduna — og lét kennarinn okkur drengina búa til gangstétt úr grjóti í kringum húsið, og aðra frá húsinu og fram á aðalveginn (ef ég man rétt), og gengu í það allir frítímar okkar í skólanum fyrsta sumarið.—Leikir þeir, sem Magnús tók þátt í, þegar hann var drengur tíu til fjórtán ára, vóru á einhvern hátt mentatidi, eða miðuðu að því, að styrkja líkamann. Og við hluttöku hans í hverjum leik, kom í ljós hjá honum mikil dómgreind, skarpleiki og drengskapur. Það var eins og honum yrði aldrei ráðafátt. Og æfinlega kom það á hann, að stjórna og stýra hverjum leik, sem hann tók þátt í, jafnvel án þess, að hann kærði sig um það. Allir vildu hlýða hans ráðum— allir treystu honum til hins bezta. Pað var ætíð sjálfsagt að fela honum forustu á hendur, hvar sem hann var, og hvernig sem á stóð. Pað var honum meðfætt, að stjórna og vera í broddi fylk- ingar. — Og honum var það líka meðfætt, að vilja af öllum mætti rétta hlut þess, sem á einhvern hátt var misboðið, eða bágt átti. Enginn nauðstaddur fór »bónleiður til búðar«, sem leitaði liðveizlu til hans. Enginn varð úti, sem leitaði skjóls hjá honum, eins og vinur hans, skáldið Kristinn Stefánsson, segir í hinu fallega kvæði, sem hann orti til hans fyrir nokkrum árum: »Hörð er gjóla um hrakfallsskarð hröktum ólánslýði. Engan kól, né úti ’ann varð, ef í skjól þitt flýöi.* l’essi löngun, eða tilhneiging, til að rétta öðrum hjálparhönd, og bjarga, og vernda lítilmagnann, var alveg eins sterk hjá honum eins og hæfileikinn til að stjórna. Og örlæti hans var jafnan við brugðið. En það var eins og hann vildi, að sem fæstir vissu það, þegar hann var að hjálpa. Pað var næstum eins og hann vildi, að maðurinn, sem hann var að hjálpa, fengi ekki að vita, hvaðan hjálpin hefði komið. Jafnvel strax á unga aldri, var réttlætistilfinningin svo rík hjá honum, og drengskapurinn á svo háu stigi, að við leiksyst- kini hans gátum ekki annað en veitt því eftirtekt og dáðst að því,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.