Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 61
137 ríkislögsóknari fyrir Pembína County og borgarstjóri í Cavalier, í fremstu röð allra lögfræðinga í Norður-Dakóta, og elskaður og virtur af öllum. — »Manstu það«, sagði ég, »að þú sagðir það einu sinni við mig, þegar við vórum litlir drengir og gengum berfættir um skóginn í Mooselandi, að þú vildir helzt af öllu verða dómari?« »Já, ég man það glögt«, sagði hann og brosti, »en ég verð samt aldrei dómari.« »Mér finst þó alt benda til þess, að þú verðir það«, sagði ég; »eða hvað gæti verið því til fyrirstöðu?« Eg man, að hann þagði fáein augnablik og horfði út í blainn. »Eg verð ekki gamall«, sagði hann alt í einu, og um varir hans lék ofurlítið einkennilegt bros — ef til vill ekki alveg laust við angurværð — en það hvarf á augnabliki. Og við fórum að tala um alt annað. — Hann hafði áður látið það í ljós við mig, að hann hefði hugboð um að hann yrði ekki mjög gamall. P'aðir hans sagði mér, að hann hefði látið hið sama í ljós við sig. Magnús Brynjólfsson fluttist með foreldrum sínum og systkin- um frá Nýja-Skotlandi sumarið 1881. Hann var einn vetur í Duluth í Minnesota, fluttist vorið 1882 til Dakóta, var þar lengst af með foreldrum sírmm á heimilisréttarlandi þeirra, þangað til árið 1887, að hann byrjaði að lesa lög hjá lögfræðing einum í Pembína. Fram að þeim tíma hafði hann unnið algenga vinnu — iafnvel unnið um tíma á járnbraut — en jafnframt hélt hann þó áfram að menta sig með lestri góðra bóka, tók þátt í öllum góð- um og þarflegum félagsskap ungra manna í íslenzku nýlendunni í Dakóta, og fékk þar snemma mikið orð á sig fyrir gáfur, mælsku og mannkosti. I septembermánuði 1889 tók hann lögfræðispróf, og gengdi málafærslu-störfum upp frá því. Hann var borgarstjóri í Cavalier um eitt skeið, og ríkis-lögsóknari síðustu átta árin, sem hann lifði. Haustið 1898 kvæntist hann og gekk að eiga ungfrú Sigríði Magnúsdóttur, Halldórssonar, Sigurðssonar prests að Hálsi i Fnjóskadal. Hún er góð kona og gáfuð og hefir náð hárri mentun, og er í fremstu röð íslenzkra kvenna vestan hafs. Var hjónaband þeirra hið bezta og elskulegasta sem hugsast getur. Pau áttu fallegt og skemtilegt heimili í Cavalier, og var þar jafn- an mjög gestkvæmt, því á móti öllum var tekið með opnum örm- um gestrisninnar — jafnt fátækum sem ríkum. Pann 16. dag júlímánaðar 1910 dó þessi elskulegi maður af hjartaslagi — kendi sjúkleikans í dögun um morguninn, en and- aðist um hádegið—tæplega hálf-fimtugur að aldri. Enginn Vestur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.